Fleiri fréttir

Erfið reynsla býr til samstöðu

Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með veglegum hátíðahöldum. Íris Róbertsdóttir er fyrst kvenna til að gegna stöðu bæjarstjóra í bænum. Hún er fædd í Eyjum og var rúmlega ársgömul í gosinu.

Verður ekki vísað úr landi

Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við dóms- og forsætisráðherra um mál fjölskyldna sem átti að vísa úr landi í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Búið að opna nær alla hálendisvegi

Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleið, norðan Vatnajökuls, ásamt Stórasandi, norðan Langjökuls, eru einu hálendisvegirnir sem enn eru sýndir lokaðir á hálendiskorti Vegagerðarinnar.

Nauthólsvegur flöskuháls á háannatímum

Leiðakerfi Strætó tekur breytingum frá og með 18. ágúst næstkomandi. Þá mun leið 5 sem ekur frá Árbæ, hætti að keyra um Nauthólsveg þess í stað enda á BSÍ. Formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir brúnna yfir Fossvog vera næsta skref til að bregðast við flöskuhálsinum sem þar myndast á háanna tímum.

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 33 ára karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í heimahúsi á Akureyri í janúar 2018.

Skaða­bóta­greiðslan kemur sér vel í fram­sals­máli Juli­an Ass­an­ge

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem SSP fá greidda verið notuð til uppbygginga á starfseminni. Hann segir hana koma sér vel til að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári.

Sjóðurinn snuðaður og ráðuneyti á flótta

Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, hefur í fjóra mánuði beðið eftir svörum frá félagsmálaráðherra vegna reglugerðarbreytinga sem gerðar voru í fyrra. Sjóðurinn telur á sig hallað.

Breyta á aðkomu að Bessastöðum

Breytingar á deiliskipulagi Bessastaða eru í farvatninu með það að markmiði að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og annarra gesta Bessastaða.

Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn

Meiri­hluti borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur samþykkti nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Stekkj­ar­bakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sín­um í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir.

Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland fékk leyfi frá Bláskógabyggð til að grafa í Suðurjökul Langjökuls til að útbúa þar eitt hundrað metra ísgöng. Herbert Hauksson, stofnandi fyrirtækisins, segir náttúrulega íshella í jökulsporðinu vera að bráðna. Bjóða þurfi ferðamönnum nýjan möguleika á breyttum tímum.

Opnir fundir um þjóðgarð

Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur nú boðað til opinna funda. Sveitarfélög víða um land hafa almennt lagst gegn þessum áformum.

Horfa þarf til Hvassahraunsmöguleika

Taka þarf mið af mögulegri uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni í mati á umhverfis­áhrifum stækkunar Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir verkefnið sem birt var á vef stofnunarinnar í gær.

Óánægja með vinstrislagsíðu stjórnar

Mikils pirrings gætir í grasrót Sjálfstæðisflokksins með forystu flokksins. Áhyggjur flokksmanna snúa frekar að vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilunni um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna flokksins, sá skjálfti er að mestu hjaðnaður.

Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað

Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum.

Sjá næstu 50 fréttir