Fleiri fréttir

Þóttist vera lögga, handtók mann en þurfti aðstoð við að rata á lögreglustöðina

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun

Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands.

ALC fær að kæra til Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia.

Þremenningunum sleppt og rannsókn miðar vel

Þremur mönnum, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi.

Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára

Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins.

Ökumaðurinn alvarlega slasaður

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti karl og konu sem slösuðust í bílveltu í Norðurárdal í gærkvöldi. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður.

Lentu með veikt kornabarn í Keflavík

Lenda þurfti flugvél frá Ethopian Airlines á Keflavíkurflugvelli í fyrradag vegna veikinda farþega um borð. Vélin var á leið frá Dubai til Baltimore.

Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum

Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði.

Hlýnar um helgina

Veðrið í dag og á morgun svipar til þess sem hefur verið síðustu daga að sögn veðurfræðings.

Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta

Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna.

Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina

Tillaga Sjálfstæðismanna um að koma fyrir fimmtíu veðurstöðvum í Reykjavík var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í borgarstjórn í gær. Þær eiga að nýtast til að ákvarða staðsetningar á gróðri til að draga úr vindi í borginni.

„Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“

Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda.

Sama áhætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli

Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld.

Ætla að finna leið til að binda kolefni í jörð

Stjórnvöld, stóriðjan og Orkuveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka höndum saman og finna leið til að hreinsa og binda kolefni. Byggt verður á aðferðum sem eru notaðar á Hellisheiði. Forsætisráðherra fagnar því sérstaklega að stóriðjan ætli að vinna með stjórnvöldum að verkefninu.

Sjá næstu 50 fréttir