Fleiri fréttir

Fundi aftur frestað vegna WOW air

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air.

Áfram fundað í Karphúsinu

Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10.

Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS

Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti.

Veturinn hvergi farinn

Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið.

Léttklæddur fylliraftur fluttur af hóteli

Lögreglan segist hafa haft afskipti af erlendum ferðamanni sem á að hafa verið með óskunda á hóteli í Hlíðahverfi Reykjavíkur á tólfa tímanum í gærkvöldi.

Segir fjárhag Reykjanesbæjar viðkvæman vegna ytri aðstæðna

Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, telur óheillavænlegt að setja hundruð milljóna í uppbyggingu í bænum á meðan óvissa ríkir um ytri efnahagsaðstæður sem muni bitna hart á Reykjanesbæ ef aðstæður þróast í neikvæða átt.

Spyr um kostnað við dómaraskipun

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt.

Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air

Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni.

Alþingi notaði 539.500 pappírsblöð á síðasta ári

Alls voru 539.500 pappírsblöð notuð á Alþingi á síðasta ári að því er fram kemur í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hversu mikill pappír er notaður á Alþingi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Nær allt flug WOW air er á áætlun þessa stundina þrátt fyrir mikla óvissu um framtíð félagsins. Stjórnvöld þvertóku fyrir það í dag að verja opinberu fé til að halda félaginu gangandi en á meðan rær Skúli Mogensen eigandi Wow air lífróður til að reyna að bjarga því frá gjaldþroti. Fjallað verður um framvinduna vegna rekstrarörðugleika WOW air í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú klukkan 18:30

Vandræði WOW air í heimspressunni

Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær.

Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný.

Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu

Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu.

Auka þurfi fjármálafræðslu og stýra aðgengi að lánum

Verkefnastjóri hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir að auka þurfi fjármálafræðslu meðal ungs fólks og stýra aðgengi að lánum. Vandi vegna smálánatöku ungs fólks eykst ár frá ári samkvæmt umboðsmanni skuldara.

Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara

Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins.

Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið.

Sjá næstu 50 fréttir