Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi og lögregluyfirvöld greina mikla aukningu í fíkniefnabrotum, mansali og vændi. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Telja lík bandaríska ferðamannsins fundið

Lögreglan telur að lík sem björgunarsveitarmenn fundu af karlmanni við Jökulsá á Sólheimasandi í dag sé af bandarískum ferðamanni sem leitað hafði verið að í morgun.

Bandaríski ferðamaðurinn fundinn

Það var laust eftir hádegi sem lögreglan á Suðurlandi fann bílaleigubíl mannsins á bílastæðinu skammt frá flugvélarflakinu á Sólheimasandi.

Sprenging í vændi: Samfélagsmiðlar í aðalhlutverki

Lögreglan telur að "sprenging“ hafi orðið í framboði vændis hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Vændi virðist að stórum hluta hluta vera borið uppi af einstaklingum af erlendum uppruna sem koma hingað til lands sem ferðamenn.

Veiddu refi fyrir alls 7,7 milljónir

Húnaþing vestra varði alls 7,7 milljónum króna til refa- og minkaveiða á tólf mánaða tímabili frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.

Engin ákvörðun um lögbann á Ríkisútvarpið

"Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um það,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, aðspurður hvort félagið muni fara fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins.

Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni

Eigandi Þrastalundar segir það hafa verið mannleg mistök að selja bjór út úr verslun staðarins. Lögreglan á Suðurlandi segir það klárt brot á áfengislögum ef áfengi er selt með matvöru.

Eyjamenn óöruggir eftir fréttir af Herjólfi

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum vill ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja. Herjólfur getur ekki siglt af fullum krafti í vetur og viðgerð tefst fram yfir áramót. Varahlutum í skipið seinkar. Bæjarstjórinn segir samgöngur til Eyja ótryggar.

Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin

Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vill að ríkið eignist Arion banka og gefi almenningi þriðjungshlut í bankanum. Verðmæti hlutarins gæti numið 60-70 milljörðum króna.

Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni

Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi.

Sjá næstu 50 fréttir