Telja að Hells Angels og Outlaws leitist við að skapa sér stöðu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2017 12:49 "Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi,“ segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. vísir/getty Íslensk lögregluyfirvöld hafa vitneskju um að að minnsta kosti tíu hópar séu virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Þá metur lögreglan það sem svo að samtökin Hells Angels og Outlaws leitist nú við að skapa sér stöðu hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Síðasta skýrsla greiningardeildarinnar kom út árið 2015 og segir í skýrslunni nú að þeim hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð skil á hafi fjölgað frá því að seinasta skýrsla kom út. Þá hafi skipulögðum brotahópum vaxið ásmegin og nýir brotahópar hafa myndast. Í skýrslu greiningardeildarinnar nú segir að lögreglan búi yfir upplýsingum og vísbendingum um hópa sem og einstaklinga sem eru umsvifamiklir í fíkniefnaviðskiptum. Einhverjir þeirra hafa fullar hendur fjár og tengjast lögmætum fyrirtækjum sem gerir þeim kleift að stunda peningaþvætti.Mikið framboð af fíkniefnum „Fíkniefnaneysla tengist í flestum tilfellum skipulagðri brotastarfsemi á einn eða annan veg. Framleiðsla, innflutningur, dreifing og sala fíkniefna er háð skipulagi og samstarfi margra þótt að í undantekningartilfellum sé einn gerandi að verki. Vísbendingar eru um að innflutningur sterkra fíkniefna á borð við kókaín færist í vöxt. Á síðustu misserum hefur aukist til muna það magn MDMA (Methylenedioxymethamphetamine) og kókaíns sem haldlagt hefur verið. Mikið af sterku amfetamíni er á markaðnum og orðið hefur vart við metamfetamín. Framboð á kannabis er sem fyrr mikið og mikill fjöldi ræktana sem gerður hefur verið upptækur er til marks um að innlend framleiðsla leitast við að anna eftirspurn. Sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla. Afskipti lögreglu í formi frumkvæðislöggæslu er takmörkuð vegna manneklu. Hér um að ræða nýjan brotavettvang sem kallar á sérdeildir til þess að sinna net- og tölvubrotarannsóknum. Netrannsóknir (e. Internet investigations) og rannsóknir netglæpa (e. Cyber crime) krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Gott efnahagsástand kann að ráða einhverju um þær breytingar sem hér hafa verið raktar en jafnframt er sú staðreynd augljós að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi hefur stækkað verulega á skömmum tíma. Við náttúrulega fjölgun þjóðarinnar bætist mikill fjöldi aðfluttra og ferðamanna. Spurn eftir fíkniefnum hefur að öllum líkindum aldrei verið meiri hér á landi,“ segir í skýrslunni.Sjást merki um að útlagagengi vélhjólamanna hafi í hyggju að láta til sín taka á ný Þar kemur jafnframt fram að það sé mat lögreglu að „útlagagengi vélhjólamanna (e. Outlaws Motorcycle Gagns) á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi sýni merki um aukna starfsemi. Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi. Lögreglan hefur á undanliðnum árum lagt áherslu á að hefta umsvif slíkra gengja hér á landi í samræmi við stefnu ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Sá árangur sem náðist vakti athygli utan landsteina og ljóst er að sá stuðningur, m.a. í formi fjármagns, sem þetta verkefni hlaut skipti sköpum. Nú sjást þess merki að samtök þessi hafi í hyggju að láta til sín taka á ný.“Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa vitneskju um að að minnsta kosti tíu hópar séu virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Þá metur lögreglan það sem svo að samtökin Hells Angels og Outlaws leitist nú við að skapa sér stöðu hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Síðasta skýrsla greiningardeildarinnar kom út árið 2015 og segir í skýrslunni nú að þeim hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð skil á hafi fjölgað frá því að seinasta skýrsla kom út. Þá hafi skipulögðum brotahópum vaxið ásmegin og nýir brotahópar hafa myndast. Í skýrslu greiningardeildarinnar nú segir að lögreglan búi yfir upplýsingum og vísbendingum um hópa sem og einstaklinga sem eru umsvifamiklir í fíkniefnaviðskiptum. Einhverjir þeirra hafa fullar hendur fjár og tengjast lögmætum fyrirtækjum sem gerir þeim kleift að stunda peningaþvætti.Mikið framboð af fíkniefnum „Fíkniefnaneysla tengist í flestum tilfellum skipulagðri brotastarfsemi á einn eða annan veg. Framleiðsla, innflutningur, dreifing og sala fíkniefna er háð skipulagi og samstarfi margra þótt að í undantekningartilfellum sé einn gerandi að verki. Vísbendingar eru um að innflutningur sterkra fíkniefna á borð við kókaín færist í vöxt. Á síðustu misserum hefur aukist til muna það magn MDMA (Methylenedioxymethamphetamine) og kókaíns sem haldlagt hefur verið. Mikið af sterku amfetamíni er á markaðnum og orðið hefur vart við metamfetamín. Framboð á kannabis er sem fyrr mikið og mikill fjöldi ræktana sem gerður hefur verið upptækur er til marks um að innlend framleiðsla leitast við að anna eftirspurn. Sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla. Afskipti lögreglu í formi frumkvæðislöggæslu er takmörkuð vegna manneklu. Hér um að ræða nýjan brotavettvang sem kallar á sérdeildir til þess að sinna net- og tölvubrotarannsóknum. Netrannsóknir (e. Internet investigations) og rannsóknir netglæpa (e. Cyber crime) krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Gott efnahagsástand kann að ráða einhverju um þær breytingar sem hér hafa verið raktar en jafnframt er sú staðreynd augljós að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi hefur stækkað verulega á skömmum tíma. Við náttúrulega fjölgun þjóðarinnar bætist mikill fjöldi aðfluttra og ferðamanna. Spurn eftir fíkniefnum hefur að öllum líkindum aldrei verið meiri hér á landi,“ segir í skýrslunni.Sjást merki um að útlagagengi vélhjólamanna hafi í hyggju að láta til sín taka á ný Þar kemur jafnframt fram að það sé mat lögreglu að „útlagagengi vélhjólamanna (e. Outlaws Motorcycle Gagns) á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi sýni merki um aukna starfsemi. Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi. Lögreglan hefur á undanliðnum árum lagt áherslu á að hefta umsvif slíkra gengja hér á landi í samræmi við stefnu ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Sá árangur sem náðist vakti athygli utan landsteina og ljóst er að sá stuðningur, m.a. í formi fjármagns, sem þetta verkefni hlaut skipti sköpum. Nú sjást þess merki að samtök þessi hafi í hyggju að láta til sín taka á ný.“Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira