Telja að Hells Angels og Outlaws leitist við að skapa sér stöðu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2017 12:49 "Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi,“ segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. vísir/getty Íslensk lögregluyfirvöld hafa vitneskju um að að minnsta kosti tíu hópar séu virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Þá metur lögreglan það sem svo að samtökin Hells Angels og Outlaws leitist nú við að skapa sér stöðu hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Síðasta skýrsla greiningardeildarinnar kom út árið 2015 og segir í skýrslunni nú að þeim hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð skil á hafi fjölgað frá því að seinasta skýrsla kom út. Þá hafi skipulögðum brotahópum vaxið ásmegin og nýir brotahópar hafa myndast. Í skýrslu greiningardeildarinnar nú segir að lögreglan búi yfir upplýsingum og vísbendingum um hópa sem og einstaklinga sem eru umsvifamiklir í fíkniefnaviðskiptum. Einhverjir þeirra hafa fullar hendur fjár og tengjast lögmætum fyrirtækjum sem gerir þeim kleift að stunda peningaþvætti.Mikið framboð af fíkniefnum „Fíkniefnaneysla tengist í flestum tilfellum skipulagðri brotastarfsemi á einn eða annan veg. Framleiðsla, innflutningur, dreifing og sala fíkniefna er háð skipulagi og samstarfi margra þótt að í undantekningartilfellum sé einn gerandi að verki. Vísbendingar eru um að innflutningur sterkra fíkniefna á borð við kókaín færist í vöxt. Á síðustu misserum hefur aukist til muna það magn MDMA (Methylenedioxymethamphetamine) og kókaíns sem haldlagt hefur verið. Mikið af sterku amfetamíni er á markaðnum og orðið hefur vart við metamfetamín. Framboð á kannabis er sem fyrr mikið og mikill fjöldi ræktana sem gerður hefur verið upptækur er til marks um að innlend framleiðsla leitast við að anna eftirspurn. Sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla. Afskipti lögreglu í formi frumkvæðislöggæslu er takmörkuð vegna manneklu. Hér um að ræða nýjan brotavettvang sem kallar á sérdeildir til þess að sinna net- og tölvubrotarannsóknum. Netrannsóknir (e. Internet investigations) og rannsóknir netglæpa (e. Cyber crime) krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Gott efnahagsástand kann að ráða einhverju um þær breytingar sem hér hafa verið raktar en jafnframt er sú staðreynd augljós að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi hefur stækkað verulega á skömmum tíma. Við náttúrulega fjölgun þjóðarinnar bætist mikill fjöldi aðfluttra og ferðamanna. Spurn eftir fíkniefnum hefur að öllum líkindum aldrei verið meiri hér á landi,“ segir í skýrslunni.Sjást merki um að útlagagengi vélhjólamanna hafi í hyggju að láta til sín taka á ný Þar kemur jafnframt fram að það sé mat lögreglu að „útlagagengi vélhjólamanna (e. Outlaws Motorcycle Gagns) á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi sýni merki um aukna starfsemi. Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi. Lögreglan hefur á undanliðnum árum lagt áherslu á að hefta umsvif slíkra gengja hér á landi í samræmi við stefnu ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Sá árangur sem náðist vakti athygli utan landsteina og ljóst er að sá stuðningur, m.a. í formi fjármagns, sem þetta verkefni hlaut skipti sköpum. Nú sjást þess merki að samtök þessi hafi í hyggju að láta til sín taka á ný.“Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa vitneskju um að að minnsta kosti tíu hópar séu virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Þá metur lögreglan það sem svo að samtökin Hells Angels og Outlaws leitist nú við að skapa sér stöðu hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Síðasta skýrsla greiningardeildarinnar kom út árið 2015 og segir í skýrslunni nú að þeim hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð skil á hafi fjölgað frá því að seinasta skýrsla kom út. Þá hafi skipulögðum brotahópum vaxið ásmegin og nýir brotahópar hafa myndast. Í skýrslu greiningardeildarinnar nú segir að lögreglan búi yfir upplýsingum og vísbendingum um hópa sem og einstaklinga sem eru umsvifamiklir í fíkniefnaviðskiptum. Einhverjir þeirra hafa fullar hendur fjár og tengjast lögmætum fyrirtækjum sem gerir þeim kleift að stunda peningaþvætti.Mikið framboð af fíkniefnum „Fíkniefnaneysla tengist í flestum tilfellum skipulagðri brotastarfsemi á einn eða annan veg. Framleiðsla, innflutningur, dreifing og sala fíkniefna er háð skipulagi og samstarfi margra þótt að í undantekningartilfellum sé einn gerandi að verki. Vísbendingar eru um að innflutningur sterkra fíkniefna á borð við kókaín færist í vöxt. Á síðustu misserum hefur aukist til muna það magn MDMA (Methylenedioxymethamphetamine) og kókaíns sem haldlagt hefur verið. Mikið af sterku amfetamíni er á markaðnum og orðið hefur vart við metamfetamín. Framboð á kannabis er sem fyrr mikið og mikill fjöldi ræktana sem gerður hefur verið upptækur er til marks um að innlend framleiðsla leitast við að anna eftirspurn. Sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla. Afskipti lögreglu í formi frumkvæðislöggæslu er takmörkuð vegna manneklu. Hér um að ræða nýjan brotavettvang sem kallar á sérdeildir til þess að sinna net- og tölvubrotarannsóknum. Netrannsóknir (e. Internet investigations) og rannsóknir netglæpa (e. Cyber crime) krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Gott efnahagsástand kann að ráða einhverju um þær breytingar sem hér hafa verið raktar en jafnframt er sú staðreynd augljós að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi hefur stækkað verulega á skömmum tíma. Við náttúrulega fjölgun þjóðarinnar bætist mikill fjöldi aðfluttra og ferðamanna. Spurn eftir fíkniefnum hefur að öllum líkindum aldrei verið meiri hér á landi,“ segir í skýrslunni.Sjást merki um að útlagagengi vélhjólamanna hafi í hyggju að láta til sín taka á ný Þar kemur jafnframt fram að það sé mat lögreglu að „útlagagengi vélhjólamanna (e. Outlaws Motorcycle Gagns) á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi sýni merki um aukna starfsemi. Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi. Lögreglan hefur á undanliðnum árum lagt áherslu á að hefta umsvif slíkra gengja hér á landi í samræmi við stefnu ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Sá árangur sem náðist vakti athygli utan landsteina og ljóst er að sá stuðningur, m.a. í formi fjármagns, sem þetta verkefni hlaut skipti sköpum. Nú sjást þess merki að samtök þessi hafi í hyggju að láta til sín taka á ný.“Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira