Telja að Hells Angels og Outlaws leitist við að skapa sér stöðu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2017 12:49 "Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi,“ segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. vísir/getty Íslensk lögregluyfirvöld hafa vitneskju um að að minnsta kosti tíu hópar séu virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Þá metur lögreglan það sem svo að samtökin Hells Angels og Outlaws leitist nú við að skapa sér stöðu hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Síðasta skýrsla greiningardeildarinnar kom út árið 2015 og segir í skýrslunni nú að þeim hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð skil á hafi fjölgað frá því að seinasta skýrsla kom út. Þá hafi skipulögðum brotahópum vaxið ásmegin og nýir brotahópar hafa myndast. Í skýrslu greiningardeildarinnar nú segir að lögreglan búi yfir upplýsingum og vísbendingum um hópa sem og einstaklinga sem eru umsvifamiklir í fíkniefnaviðskiptum. Einhverjir þeirra hafa fullar hendur fjár og tengjast lögmætum fyrirtækjum sem gerir þeim kleift að stunda peningaþvætti.Mikið framboð af fíkniefnum „Fíkniefnaneysla tengist í flestum tilfellum skipulagðri brotastarfsemi á einn eða annan veg. Framleiðsla, innflutningur, dreifing og sala fíkniefna er háð skipulagi og samstarfi margra þótt að í undantekningartilfellum sé einn gerandi að verki. Vísbendingar eru um að innflutningur sterkra fíkniefna á borð við kókaín færist í vöxt. Á síðustu misserum hefur aukist til muna það magn MDMA (Methylenedioxymethamphetamine) og kókaíns sem haldlagt hefur verið. Mikið af sterku amfetamíni er á markaðnum og orðið hefur vart við metamfetamín. Framboð á kannabis er sem fyrr mikið og mikill fjöldi ræktana sem gerður hefur verið upptækur er til marks um að innlend framleiðsla leitast við að anna eftirspurn. Sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla. Afskipti lögreglu í formi frumkvæðislöggæslu er takmörkuð vegna manneklu. Hér um að ræða nýjan brotavettvang sem kallar á sérdeildir til þess að sinna net- og tölvubrotarannsóknum. Netrannsóknir (e. Internet investigations) og rannsóknir netglæpa (e. Cyber crime) krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Gott efnahagsástand kann að ráða einhverju um þær breytingar sem hér hafa verið raktar en jafnframt er sú staðreynd augljós að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi hefur stækkað verulega á skömmum tíma. Við náttúrulega fjölgun þjóðarinnar bætist mikill fjöldi aðfluttra og ferðamanna. Spurn eftir fíkniefnum hefur að öllum líkindum aldrei verið meiri hér á landi,“ segir í skýrslunni.Sjást merki um að útlagagengi vélhjólamanna hafi í hyggju að láta til sín taka á ný Þar kemur jafnframt fram að það sé mat lögreglu að „útlagagengi vélhjólamanna (e. Outlaws Motorcycle Gagns) á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi sýni merki um aukna starfsemi. Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi. Lögreglan hefur á undanliðnum árum lagt áherslu á að hefta umsvif slíkra gengja hér á landi í samræmi við stefnu ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Sá árangur sem náðist vakti athygli utan landsteina og ljóst er að sá stuðningur, m.a. í formi fjármagns, sem þetta verkefni hlaut skipti sköpum. Nú sjást þess merki að samtök þessi hafi í hyggju að láta til sín taka á ný.“Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa vitneskju um að að minnsta kosti tíu hópar séu virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Þá metur lögreglan það sem svo að samtökin Hells Angels og Outlaws leitist nú við að skapa sér stöðu hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Síðasta skýrsla greiningardeildarinnar kom út árið 2015 og segir í skýrslunni nú að þeim hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð skil á hafi fjölgað frá því að seinasta skýrsla kom út. Þá hafi skipulögðum brotahópum vaxið ásmegin og nýir brotahópar hafa myndast. Í skýrslu greiningardeildarinnar nú segir að lögreglan búi yfir upplýsingum og vísbendingum um hópa sem og einstaklinga sem eru umsvifamiklir í fíkniefnaviðskiptum. Einhverjir þeirra hafa fullar hendur fjár og tengjast lögmætum fyrirtækjum sem gerir þeim kleift að stunda peningaþvætti.Mikið framboð af fíkniefnum „Fíkniefnaneysla tengist í flestum tilfellum skipulagðri brotastarfsemi á einn eða annan veg. Framleiðsla, innflutningur, dreifing og sala fíkniefna er háð skipulagi og samstarfi margra þótt að í undantekningartilfellum sé einn gerandi að verki. Vísbendingar eru um að innflutningur sterkra fíkniefna á borð við kókaín færist í vöxt. Á síðustu misserum hefur aukist til muna það magn MDMA (Methylenedioxymethamphetamine) og kókaíns sem haldlagt hefur verið. Mikið af sterku amfetamíni er á markaðnum og orðið hefur vart við metamfetamín. Framboð á kannabis er sem fyrr mikið og mikill fjöldi ræktana sem gerður hefur verið upptækur er til marks um að innlend framleiðsla leitast við að anna eftirspurn. Sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla. Afskipti lögreglu í formi frumkvæðislöggæslu er takmörkuð vegna manneklu. Hér um að ræða nýjan brotavettvang sem kallar á sérdeildir til þess að sinna net- og tölvubrotarannsóknum. Netrannsóknir (e. Internet investigations) og rannsóknir netglæpa (e. Cyber crime) krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Gott efnahagsástand kann að ráða einhverju um þær breytingar sem hér hafa verið raktar en jafnframt er sú staðreynd augljós að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi hefur stækkað verulega á skömmum tíma. Við náttúrulega fjölgun þjóðarinnar bætist mikill fjöldi aðfluttra og ferðamanna. Spurn eftir fíkniefnum hefur að öllum líkindum aldrei verið meiri hér á landi,“ segir í skýrslunni.Sjást merki um að útlagagengi vélhjólamanna hafi í hyggju að láta til sín taka á ný Þar kemur jafnframt fram að það sé mat lögreglu að „útlagagengi vélhjólamanna (e. Outlaws Motorcycle Gagns) á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi sýni merki um aukna starfsemi. Hells Angels, Outlaws og Bad Breed eru þau samtök sem nú leitast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi. Lögreglan hefur á undanliðnum árum lagt áherslu á að hefta umsvif slíkra gengja hér á landi í samræmi við stefnu ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Sá árangur sem náðist vakti athygli utan landsteina og ljóst er að sá stuðningur, m.a. í formi fjármagns, sem þetta verkefni hlaut skipti sköpum. Nú sjást þess merki að samtök þessi hafi í hyggju að láta til sín taka á ný.“Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira