Brynjar við þingkonu VG á fundi: „Má ég kyssa þig?“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 12:30 Steinunn Þór og Brynjar á fundi Siðmenntar í gær en við hlið þeirra situr Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. „Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira