Brynjar við þingkonu VG á fundi: „Má ég kyssa þig?“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 12:30 Steinunn Þór og Brynjar á fundi Siðmenntar í gær en við hlið þeirra situr Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. „Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
„Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira