Langflestir styrktu Sjálfstæðisflokkinn en enginn undir nafni Bjarki Ármannsson skrifar 23. október 2017 23:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Stefán Fjárframlög einstaklinga til Sjálfstæðisflokksins námu samtals rúmlega 41 milljón króna á árinu og þáði enginn annar flokkur nærri því svo háa upphæð frá einstaklingum. Athygli vekur að enginn einstaklingur gaf flokknum meira en 200 þúsund krónur í senn en allir þeir sem styrkja stjórnmálaflokk um meira en 200 þúsund krónur þurfa að vera nafngreindir í ársreikningi. Þetta kemur fram í útdrætti úr ársreikningi flokksins, en útdrættir úr ársreikningum allra stjórnmálaflokka sem sátu á síðasta þingi voru birtir á vef Ríkisendurskoðunar í dag. Enginn flokkur sem náði manni inn á þing í síðustu þingkosningum þáði nærri því jafnháa upphæð í styrki frá einstaklingum og Sjálfstæðisflokkurinn en næst á eftir honum koma Samfylkingin með tæplega þrettán milljónir króna, Vinstri græn með tæplega tólf milljónir og Framsóknarflokkurinn með rúmlega ellefu milljónir. Þó eru nokkrir einstaklingar nafngreindir í ársreikningum allra þessara flokka sem gáfu meira en 200 þúsund krónur. Nefna má til dæmis Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem styrkti Framsóknarflokkinn um rúmlega 300 þúsund krónur, og Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem styrkti sinn flokk um rúmlega 240 þúsund krónur. Fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn eru aðeins tveir flokkar sem nú sitja á þingi sem þáðu ekki styrk frá neinum einstaklingi yfir 200 þúsund krónur, Píratar og Björt framtíð. Píratar þáðu samtals rúmlega 8,3 milljónir króna og Björt framtíð rúmlega eina og hálfa. Þess má geta að enginn einstaklingur er heldur nafngreindur í ársreikningi Sjálfstæðisflokksins í fyrra og aðeins einn einstaklingur síðastliðin fimm ár. Það er Jón Zimsen, sem styrkti flokkinn um 300 þúsund krónur árin 2014, 2013 og 2012. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Fjárframlög einstaklinga til Sjálfstæðisflokksins námu samtals rúmlega 41 milljón króna á árinu og þáði enginn annar flokkur nærri því svo háa upphæð frá einstaklingum. Athygli vekur að enginn einstaklingur gaf flokknum meira en 200 þúsund krónur í senn en allir þeir sem styrkja stjórnmálaflokk um meira en 200 þúsund krónur þurfa að vera nafngreindir í ársreikningi. Þetta kemur fram í útdrætti úr ársreikningi flokksins, en útdrættir úr ársreikningum allra stjórnmálaflokka sem sátu á síðasta þingi voru birtir á vef Ríkisendurskoðunar í dag. Enginn flokkur sem náði manni inn á þing í síðustu þingkosningum þáði nærri því jafnháa upphæð í styrki frá einstaklingum og Sjálfstæðisflokkurinn en næst á eftir honum koma Samfylkingin með tæplega þrettán milljónir króna, Vinstri græn með tæplega tólf milljónir og Framsóknarflokkurinn með rúmlega ellefu milljónir. Þó eru nokkrir einstaklingar nafngreindir í ársreikningum allra þessara flokka sem gáfu meira en 200 þúsund krónur. Nefna má til dæmis Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem styrkti Framsóknarflokkinn um rúmlega 300 þúsund krónur, og Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem styrkti sinn flokk um rúmlega 240 þúsund krónur. Fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn eru aðeins tveir flokkar sem nú sitja á þingi sem þáðu ekki styrk frá neinum einstaklingi yfir 200 þúsund krónur, Píratar og Björt framtíð. Píratar þáðu samtals rúmlega 8,3 milljónir króna og Björt framtíð rúmlega eina og hálfa. Þess má geta að enginn einstaklingur er heldur nafngreindur í ársreikningi Sjálfstæðisflokksins í fyrra og aðeins einn einstaklingur síðastliðin fimm ár. Það er Jón Zimsen, sem styrkti flokkinn um 300 þúsund krónur árin 2014, 2013 og 2012.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira