Telja að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri en nú Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2017 13:26 MDMA töflur úr fyrri málum sem komið hafa á borð lögreglu. Vísir/GVA Lögreglan telur að fullyrða megi að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í sögu landsins. Þessa þróun má rekja til bjölgun ferðamanna, fjölgun landsmanna og efnahagslegs uppgangs.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir að undanfarin ár hafi mest borið á neyslu örvandi efna og kannabis en tilvik hafi komið upp þar sem neytt sé dýrari og sterkari fíkniefna. Til marks um þetta hafi kristallað metamfetamín (e. Crystal Meth), afar sterkt og ávanabindandi fíkniefni, sést í fyrsta skiptia uglýst hér á landi. Samkvæmt þeirri auglýsingu er markaðsverð efnisins afar hátt, rúmar 80 þúsund krónur grammið. Þá virðist neysla kókaíns aukast ört líkt en frá árinu 2015 hafa hafa mörg burðardýr verið tekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með kókaín, oft á leið frá Hollandi. Þá hefur lögregla á undanförnum tveimur árum orðið vör við innflutning á hráefnum til framleiðslu fíkniefna. „Hugviti glæpamanna við innflutning fíkniefna eru lítil takmörk sett. Þannig var í einu tilviki efni sem unnt var að vinna kókaín úr mótað í ferðatösku. Slík starfsemi krefst þekkingar og fjármagns.“ Á Íslandi hefur þróunin í ræktun kannabis verið í þá átt að þeir umsvifamestu standa samtímis að nokkrum ræktunum í stað þess að binda alla framleiðsluna við eina stóra verksmiðju, að því er kemur fram í skýrslunni. Þar segir einnig að stórfelld og skipulögð ræktun á kannabis geti skapað mikinn hagnað með lítilli fyrirhöfn og lítilli áhættu meðal annars sökum vægra refsinga. Það sé reynsla lögreglu að Íslendingar komi einkum við sögu í ræktun kannabis. „Oft eru gerendur ungir karlmenn sem fá skjótfenginn gróða af ræktun og sölu. Þess þekkjast dæmi að ræktanir séu liður í fjármögnun húsbygginga og fari fram í húsnæðinu þegar það er fokhelt,“ að því er kemur fram í skýrslunni. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Lögreglan telur að fullyrða megi að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í sögu landsins. Þessa þróun má rekja til bjölgun ferðamanna, fjölgun landsmanna og efnahagslegs uppgangs.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir að undanfarin ár hafi mest borið á neyslu örvandi efna og kannabis en tilvik hafi komið upp þar sem neytt sé dýrari og sterkari fíkniefna. Til marks um þetta hafi kristallað metamfetamín (e. Crystal Meth), afar sterkt og ávanabindandi fíkniefni, sést í fyrsta skiptia uglýst hér á landi. Samkvæmt þeirri auglýsingu er markaðsverð efnisins afar hátt, rúmar 80 þúsund krónur grammið. Þá virðist neysla kókaíns aukast ört líkt en frá árinu 2015 hafa hafa mörg burðardýr verið tekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með kókaín, oft á leið frá Hollandi. Þá hefur lögregla á undanförnum tveimur árum orðið vör við innflutning á hráefnum til framleiðslu fíkniefna. „Hugviti glæpamanna við innflutning fíkniefna eru lítil takmörk sett. Þannig var í einu tilviki efni sem unnt var að vinna kókaín úr mótað í ferðatösku. Slík starfsemi krefst þekkingar og fjármagns.“ Á Íslandi hefur þróunin í ræktun kannabis verið í þá átt að þeir umsvifamestu standa samtímis að nokkrum ræktunum í stað þess að binda alla framleiðsluna við eina stóra verksmiðju, að því er kemur fram í skýrslunni. Þar segir einnig að stórfelld og skipulögð ræktun á kannabis geti skapað mikinn hagnað með lítilli fyrirhöfn og lítilli áhættu meðal annars sökum vægra refsinga. Það sé reynsla lögreglu að Íslendingar komi einkum við sögu í ræktun kannabis. „Oft eru gerendur ungir karlmenn sem fá skjótfenginn gróða af ræktun og sölu. Þess þekkjast dæmi að ræktanir séu liður í fjármögnun húsbygginga og fari fram í húsnæðinu þegar það er fokhelt,“ að því er kemur fram í skýrslunni.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira