Fleiri fréttir

Sofnaði í ölvímu í fjörutíu metra hæð á Þeistareykjum

Mikill viðbúnaður var á vinnusvæðinu að Þeistareykjum, sakammt frá Húsavík, undir kvöld í gær, þegar í ljós kom að stjórnandi á stórum byggingakrana hafði sofnað í ölvímu í 40 metra hæð. Unnið var að ýmsum ráðstöfunum þegar maðurinn vaknaði og komst niður af sjálfsdáðum.

Yfirheyra vinnuveitendur um árekstra

Fjögur stærstu tryggingafélög landsins láta þriðja aðila, Aðstoð og öryggi, rannsaka fyrir sig árekstra og mögulegt tryggingasvindl. Vafaatriði ríkir um lagaheimild fyrir rannsókninni. Lögfræðingur segir málin lögreglumál.

Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla

Í skýrslu brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar með keðju. Þá hafi hún verið slegin með svipu. Tvær kærur verið lagðar fram. Málið í forgangi hjá lögreglu.

Telja formann bæjarráðs tefla fram villandi tölum

Forsvarsmenn minnihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði telja Rósu Guðbjartsdóttur, formann bæjarráðs, hafa farið með rangt mál þegar hún fullyrðir að tæpar 45 milljónir króna sparist með því að loka leikskólanum Brekkuhvammi í Hafnarfirði.

Fylgist með uppgangi öfgahópa á Íslandi

Eyrún Eyþórsdóttir mun aðstoða við að bera kennsl á hatursglæpi og kortleggja áhættuhópa hér á landi. Hún segir nauðsynlegt að taka glæpina föstum tökum.

ASÍ segir víst svikist um

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir mikilvægt að Ríkisskattstjóri (RSK) taki alvarlegar ábendingar þeirra sem næst standa vinnumarkaði um möguleg skattabrot með útvistun verkefna til erlendra fyrirtækja sem hér veiti tímabundið þjónustu.

Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki

Landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við fjárlagagerð næsta árs aukin framlög til málaflokka sem mikilvægir séu fyrir byggðaþróun til framtíðar.

Eitt af þremur félögum hefur samþykkt

Sjúkraliðafélagið, sem er eitt þriggja stærstu félaganna innan BSRB, hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið. Verkfall sjúkraliða og SFR stóð yfir í hálfan mánuð. Kosningu hjá SFR og LL lýkur í næstu viku. Starfsmenn sveitarf

Manneklan birtist í fjölda vinnuslysa

Ein birtingarmynd manneklu hjá lögreglu virðist mikill fjöldi skráðra vinnuslysa. Á fjórum árum voru 398 vinnuslys lögreglu tilkynnt þrátt fyrir grun um mikla vanskráningu. Lögregluliðið er undirmannað um 240 manns.

Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor

Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða.

Vara við bearnaise sósu

Matvælastofnun varar þá sem eru með ofnæmi fyrir eggjum við neyslu Toro Bearnaise Sósu.

Páll Winkel furðar sig á reiðnámskeiðinu

Vísir birtir tölvupóstasamskipti rektors og fangelsismálastjóri sem veltir fyrir sér því hvort reiðnámskeið á Kvíabryggju sé liður í fjármögnun Landbúnaðarháskólans.

Rjúpnaveiðin gengur vel

Rjúpnaveiðin hefur gegnið mun betur í ár en í fyrra, en nú eru aðeins þrír veiðidagar eftir um næstu helgi. Veiðiveður hefur verið gott þær veiðihelgar sem liðnar eru, og almennt mun betra en í fyrra. Spáin fyrir næstu helgi er góð, víðast hvar á landinu þannig að útlit er fyrir að rjúpnaskyttur fái nóg fyrir sig og sína.

Slasaðist í bílveltu í Hrútafirði

Ökumaður slasaðist þegar stór flutningabíll valt út af þjóðveginum skammt frá Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysaeild Landsspítalans í Reykjavík, en fréttastofu er ekki nánar kunnugt um meiðsl hans.

Sjá næstu 50 fréttir