Geir frjáls maður og kominn til Íslands: „Sé framtíðina mjög bjarta“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 10:48 Geir Gunnarsson segir viðtalið sem Sigmar Guðmundsson tók við hann árið 2007 fyrir Kastljós hafa breytt lífi sínu. Eftir viðtalið hefði hann fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi og ekki fundist hann vera einn. Vísir/RÚV „Ég sé framtíðina mjög bjarta,“ sagði Geir Gunnarsson í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 en Geir losnaði nýverið úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir rúm 17 ár vist. Hann var dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998 og hlaut fyrir hana tuttugu ára fangelsisvist. Geir er nú kominn heim til Íslands og lýsti því í viðtalinu við Sigmar Guðmundsson, sem var útvarpað í morgun, að þegar hann var dæmdur árið 1998 til 20 ára fangelsisvistar taldi hann lífi sínu lokið. Fangelsisvistin var ömurleg og einkenndist af mikilli hörku þar sem Geir þurfti berjast fyrir lífi sínu og átti alveg eins von á því að deyja í fangelsinu eða að bana einhverjum í sjálfsvörn.Lenti í mörgum slagsmálum í fangelsi „Ég hef lent í mörgum slagsmálum þarna inni. Ég staðsetti sjálfan mig alveg strax með því að kýla fyrsta manninn eins og manni er sagt að gera. Þegar maður kemur inn og reynir eitthvað á þig þá reddarðu því strax. Þá muntu ekki hafa nein vandræði. Í rauninni hafði ég ekki of mörg vandræði þarna inni þú verður alltaf að vera að horfa yfir öxlina á þér og vera viss um að þú sért öruggur,“ sagði Geir við Morgunútvarpið.Sjá einnig: Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga brautKastljósviðtal hjálpaði mikið Árið 2007 tók Sigmar Guðmundsson viðtal við Geir í fangelsinu í Bandaríkjunum fyrir Kastljós og sagði Geir þetta viðtal hafa breytt miklu fyrir hann því eftir það fann hann að á Íslandi væri fólk sem vildi taka við honum. „Þá vissi ég að hefði fleiri vini með mér, og að ég væri ekki bara að koma heim og væri gleymdur og ég væri ekki gleymdur af fjölskyldu minn. Það hjálpaði mikið að finna fyrir því að ég væri elskaður,“ sagði Geir.Vill biðja fórnarlambið afsökunar Hann sagðist vonast eftir að geta beðið fórnarlamb sitt afsökunar einn daginn. Hann sagði það skipta sig miklu máli að fá að gera það eftir að hafa losnað úr fangelsinu því þá myndi fórnarlambið vita að hann hefði ekkert á því að græða. Hann sagðist hafa gert það við réttarhöld í máli hans en áttaði sig ekki á því hvort fórnarlambið hefði upplifað að afsökun Geirs væri einlæg.Breyttur maður Hann sagðist vera breyttur maður í dag. Áður en hann var dæmdur í fangelsi hafði hann mjög lítið sjálfstraust og fannst hann þurfa að sanna sig. „Ég var ekki nógu sterkur í mínum huga. Ég sagði ekki nei þegar ég átti að segja nei,“ sagði Geir og taldi það ástæðuna fyrir því að hann hefði leiðst inn á þá braut sem kom honum í fangelsi. Í dag veit hann að hann þarf ekki að sýna sig fyrir neinum. „Ég þarf ekki að vera einhver sem ég er ekki.“Guð hjálpaði honum mikið Hann sagðist hafa leitað eftir hjálp guðs þegar hann var í fangelsi. Hann sagði við Sigmar að hann hefði verið trúaður allt sitt líf en hann hefði ekki lifað eins og trúaður maður. Það breyttist fyrir um tíu til tólf árum. Hann hefði upplifað mjög mikla einsemd í fangelsinu. „Ég leitaði til guðs eftir hjálp og hann hjálpaði mér mjög mikið.“Klefafélagar með jafn þunga dóma fyrir morð Geir sagði einnig frá því að hann hefði fengið tvo klefafélaga sem hefðu hlotið jafn þunga dóma og hann fyrir að að myrða konurnar sínar. Geir sagði kerfið í Bandaríkjunum vera óréttlátt en hann hefði ekki hugsað mikið um það því hann vissi að hann þyrfti að borga fyrir sinn glæp. Hins vegar nefndi hann að hver einasti dómari í Bandaríkjunum dæmi á sinn hátt og geta peningar komið mörgum langt. Nefndi hann sem dæmi að margir hefðu efni á góðum lögfræðingum og borgað þannig fyrir vægari dóma.Vonast til að komast í vinnu og stofna fjölskyldu Spurður hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér sagðist hann vilja komast í vinnu og lifa venjulegu lífi. „Ég er ekki frjáls maður því ég hef ekki mitt eigið starf, eigin íbúð, bílpróf eða bíl. Þú byrjar ekki að lifa sem fullorðinn maður fyrr en þú byrjar að borga þína eigin reikninga,“ sagði Geir sem vonaðist einnig eftir að því að kynnast konu svo hann eigi möguleika á að stofna fjölskyldu. Hlusta á viðtalið í heild hér. Tengdar fréttir Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. 13. september 2015 21:00 Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín S. Bjarnadóttir og fjölskylda hennar vinna nú að komu Geirs Gunnarssonar fanga til landsins. 18. mars 2015 12:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Ég sé framtíðina mjög bjarta,“ sagði Geir Gunnarsson í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 en Geir losnaði nýverið úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir rúm 17 ár vist. Hann var dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás árið 1998 og hlaut fyrir hana tuttugu ára fangelsisvist. Geir er nú kominn heim til Íslands og lýsti því í viðtalinu við Sigmar Guðmundsson, sem var útvarpað í morgun, að þegar hann var dæmdur árið 1998 til 20 ára fangelsisvistar taldi hann lífi sínu lokið. Fangelsisvistin var ömurleg og einkenndist af mikilli hörku þar sem Geir þurfti berjast fyrir lífi sínu og átti alveg eins von á því að deyja í fangelsinu eða að bana einhverjum í sjálfsvörn.Lenti í mörgum slagsmálum í fangelsi „Ég hef lent í mörgum slagsmálum þarna inni. Ég staðsetti sjálfan mig alveg strax með því að kýla fyrsta manninn eins og manni er sagt að gera. Þegar maður kemur inn og reynir eitthvað á þig þá reddarðu því strax. Þá muntu ekki hafa nein vandræði. Í rauninni hafði ég ekki of mörg vandræði þarna inni þú verður alltaf að vera að horfa yfir öxlina á þér og vera viss um að þú sért öruggur,“ sagði Geir við Morgunútvarpið.Sjá einnig: Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga brautKastljósviðtal hjálpaði mikið Árið 2007 tók Sigmar Guðmundsson viðtal við Geir í fangelsinu í Bandaríkjunum fyrir Kastljós og sagði Geir þetta viðtal hafa breytt miklu fyrir hann því eftir það fann hann að á Íslandi væri fólk sem vildi taka við honum. „Þá vissi ég að hefði fleiri vini með mér, og að ég væri ekki bara að koma heim og væri gleymdur og ég væri ekki gleymdur af fjölskyldu minn. Það hjálpaði mikið að finna fyrir því að ég væri elskaður,“ sagði Geir.Vill biðja fórnarlambið afsökunar Hann sagðist vonast eftir að geta beðið fórnarlamb sitt afsökunar einn daginn. Hann sagði það skipta sig miklu máli að fá að gera það eftir að hafa losnað úr fangelsinu því þá myndi fórnarlambið vita að hann hefði ekkert á því að græða. Hann sagðist hafa gert það við réttarhöld í máli hans en áttaði sig ekki á því hvort fórnarlambið hefði upplifað að afsökun Geirs væri einlæg.Breyttur maður Hann sagðist vera breyttur maður í dag. Áður en hann var dæmdur í fangelsi hafði hann mjög lítið sjálfstraust og fannst hann þurfa að sanna sig. „Ég var ekki nógu sterkur í mínum huga. Ég sagði ekki nei þegar ég átti að segja nei,“ sagði Geir og taldi það ástæðuna fyrir því að hann hefði leiðst inn á þá braut sem kom honum í fangelsi. Í dag veit hann að hann þarf ekki að sýna sig fyrir neinum. „Ég þarf ekki að vera einhver sem ég er ekki.“Guð hjálpaði honum mikið Hann sagðist hafa leitað eftir hjálp guðs þegar hann var í fangelsi. Hann sagði við Sigmar að hann hefði verið trúaður allt sitt líf en hann hefði ekki lifað eins og trúaður maður. Það breyttist fyrir um tíu til tólf árum. Hann hefði upplifað mjög mikla einsemd í fangelsinu. „Ég leitaði til guðs eftir hjálp og hann hjálpaði mér mjög mikið.“Klefafélagar með jafn þunga dóma fyrir morð Geir sagði einnig frá því að hann hefði fengið tvo klefafélaga sem hefðu hlotið jafn þunga dóma og hann fyrir að að myrða konurnar sínar. Geir sagði kerfið í Bandaríkjunum vera óréttlátt en hann hefði ekki hugsað mikið um það því hann vissi að hann þyrfti að borga fyrir sinn glæp. Hins vegar nefndi hann að hver einasti dómari í Bandaríkjunum dæmi á sinn hátt og geta peningar komið mörgum langt. Nefndi hann sem dæmi að margir hefðu efni á góðum lögfræðingum og borgað þannig fyrir vægari dóma.Vonast til að komast í vinnu og stofna fjölskyldu Spurður hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér sagðist hann vilja komast í vinnu og lifa venjulegu lífi. „Ég er ekki frjáls maður því ég hef ekki mitt eigið starf, eigin íbúð, bílpróf eða bíl. Þú byrjar ekki að lifa sem fullorðinn maður fyrr en þú byrjar að borga þína eigin reikninga,“ sagði Geir sem vonaðist einnig eftir að því að kynnast konu svo hann eigi möguleika á að stofna fjölskyldu. Hlusta á viðtalið í heild hér.
Tengdar fréttir Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. 13. september 2015 21:00 Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín S. Bjarnadóttir og fjölskylda hennar vinna nú að komu Geirs Gunnarssonar fanga til landsins. 18. mars 2015 12:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Geir látinn laus á morgun: Enginn Íslendingur fengið jafnþungan dóm Geir hélt lítið kveðjuhóf í dag fyrir hina fangana með veitingum úr sjálfsölum í fangelsinu auk þess sem hinir fangarnir héldu kveðjuhóf fyrir hann í gær. 13. september 2015 21:00
Geir á heimleið eftir 17 ár í fangelsi: Vill hjálpa öðrum sem leiðst hafa út á ranga braut Kristín S. Bjarnadóttir og fjölskylda hennar vinna nú að komu Geirs Gunnarssonar fanga til landsins. 18. mars 2015 12:30