Innlent

ASÍ segir víst svikist um

Óli Kristján Ármannsson skrifar
ASÍ segir undanskot enn við lýði
ASÍ segir undanskot enn við lýði vísir/andri marinó
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir mikilvægt að Ríkisskattstjóri (RSK) taki alvarlegar ábendingar þeirra sem næst standa vinnumarkaði um möguleg skattabrot með útvistun verkefna til erlendra fyrirtækja sem hér veiti tímabundið þjónustu.

Í greinargerð á vef ASÍ segis sambandið ósammála því sem haft hafi verið eftir sviðsstjóra fyrirtækjaskrár RSK í fréttum RÚV um að ekkert benti til slíkra undanskota.

„Á síðustu vikum og mánuðum hefur Alþýðusambandinu og aðildarsamtökum þess borist upplýsingar um vaxandi fjölda erlendra fyrirtækja sem eru með tímabundna starfsemi hér á landi einkum í tengslum við mannvirkjagerð,“ segir þar, en oft sé um að ræða undirverktaka hjá íslenskum fyrirtækjum eða starfsmannaleigur. „Komið hefur í ljós að þessari starfsemi fylgja vandamál er tengjast undirboðum á vinnumarkaði og jafnframt er það staðreynd að erlent launafólk sem starfar hjá þessum fyrirtækjum er berskjaldað fyrir svindli.“ Þá hafi komið fram að fyrirtækin hafi ekki greitt skatta og skyldur til íslensks samfélags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×