Innlent

Hreindýrakvótinn ekki fullnýttur

Jakob Bjarnar skrifar
Hér er veiðimaður sem náði sínu dýri skömmu fyrir myrkur.
Hér er veiðimaður sem náði sínu dýri skömmu fyrir myrkur. visir/atli geir
Hreindýraveiðar gengu illa þetta árið og þegar tímabilið í ár var gert upp kom í ljós að 103 dýr af þeim 1.412 sem veiða mátti náðust ekki.

Þetta kemur meðal annars fram í nýju og veglegu tímariti Skotvís sem nú fagnar 20 ára útgáfuafmæli.

Tímaritið vitnar í Jóhann G. Gunnarsson, sem hefur umsjá með hreindýraveiðum fyrir hönd umhverfisstofnunar, með það að ýmsar ástæður séu fyrir þessu en einkum þó þær að illa hafi gengið að endurúthluta leyfi sem skilað var inn síðari hluta veiðitímabilsins.

Vísir hefur fjallað um þessi mál en endurúthlutun er ýmsum annmörkum háð, bæði er að menn sem eru á biðlista hafa ráðstafað tíma sínum og eða að þeir hafi ekki tekið áskilið skotpróf og það aftri því að menn stökkvi til þá er kallið kemur.


Tengdar fréttir

Leyfum á hreindýr fjölgar

Heimilt verður að veiða allt að 1412 dýr á árinu sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×