Yfirheyra vinnuveitendur um árekstra Snærós Sindradóttir skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Lögregla og Neyðarlínan vísa nú til fyrirtækisins Aðstoðar og öryggis, eða árekstur.is, þegar minniháttar árekstrar verða. Fréttablaðið/Daníel Fyrirtækið Aðstoð og öryggi telur sig hafa ríkar rannsóknarheimildir þegar kemur að því að upplýsa um varanlegt líkamstjón eftir umferðaróhöpp. Dæmi eru um að fyrirtækið sæki upplýsingar um fjarvistir fólks til vinnuveitenda.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að fjögur stærstu tryggingafélög landsins, Sjóvá, TM, VÍS og Vörður, noti öll svokallaðar PC crash-skýrslur frá fyrirtækinu Aðstoð og öryggi til að rökstyðja höfnun um bætur. Sönnunargildi skýrslnanna hefur ítrekað verið hafnað fyrir dómi vegna þess að þeirra er aflað einhliða. Fréttablaðið hefur undir höndum nokkrar rannsóknarskýrslur fyrirtækisins. Samkvæmt einni skýrslunni óskaði tryggingafélag eftir því að fyrirtækið tæki áreksturinn til rannsóknar þar sem ábending hefði borist um hugsanleg tryggingasvik. Þá segir: „Kannað var hjá núverandi og fyrrverandi vinnuveitendum aðila máls um vinnutilhögun s.s. eðli starfs og síðan fjarvistir fyrir og eftir umferðaróhappið.“ Í skýrslunni kemur fram að ökumaður bifreiðarinnar hafi framvísað læknisvottorði hjá vinnuveitanda og farið fram á að vinna áfram en svart. Með framburði vinnuveitandans fylgir upptaka, bæði hljóð og mynd, þar sem tjónþoli á að hafa óskað eftir þessu. Í skýrslunni kemur fram að það sé erfitt að greina þetta þar sem málskilningi starfsmannsins sé ábótavant. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar frá vinnuveitendum þriggja farþega bifreiðarinnar. Upplýsingarnar segja til um hversu marga daga viðkomandi voru frá vinnu í kjölfar slyssins. Fjórði farþeginn er samkvæmt skýrslunni nemi og lögmaður viðkomandi neitaði að mæta til skýrslutöku og upplýsa um málsatvik.Sveinbjörn Claessen lögmaðurFramkvæmdastjóri Aðstoðar og öryggis og höfundur skýrslunnar sem hér er vísað til, Ómar Þorgils Pálmason, segir að þetta sé eina skýrsla fyrirtækisins þar sem upplýsingar frá vinnuveitendum séu tilgreindar. Upplýsingarnar hafi komið að frumkvæði vinnuveitanda til tryggingafélagsins sem svo hafi óskað aðstoðar Aðstoðar og öryggis. Niðurlag skýrslunnar er: „Er það niðurstaða rannsóknarinnar að viðbrögð og eftirköst farþega og ökumanns eftir óhappið séu verulega ýkt og ekkert sem bendir til þess að líkamlegur skaði sé með þeim hætti sem meintir brotaþolar lýsa, miðað við það sem fram kemur síðan hjá vinnuveitendum og meintum brotaþolum sjálfum m.t.t. vinnu.“ „Þeir [tryggingafélögin] óska eftir þessu og ég er ekki að gera neitt meira. Ég get ekki svarað fyrir það hvernig þeir eru að nota þetta í höfnun eða slíku,“ segir Ómar. Hann vísar til 120. gr. laga um vátryggingasamninga og segir það ákvæði heimild fyrirtækisins til rannsóknar. Ákvæðið segir að sá sem hafi uppi kröfu skuli veita upplýsingar og afhenda gögn sem félagið þarf til að geta metið ábyrgð sína. Bannað sé að veita rangar upplýsingar. „Við pössum okkur á því að við erum ekki að mynda inn um glugga hjá fólki. Ég get nefnt þér dæmi um svona kannski svikamál. Það var maður sem var búinn að vera á atvinnutryggingabótum í 10 ár og ári eftir að hann tekur trygginguna verður hann fyrir í slysi, innan gæsalappa,“ hann segir að lögfræðingur hafi farið fram á auknar bætur fyrir manninn vegna þess að hann væri orðinn rúmliggjandi. „Ég náði bara í fleiri gögn sem sýndu það gagnstæða. Ef þú tekur myndir af fólki úti þá máttu það. Það er ekkert að því,“ segir Ómar. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir að lögin um vátryggingasamninga heimili ekki svona ríkar rannsóknarheimildir til handa þriðja aðila. „Ef vátryggingafélag grunar að tjónþoli viðhafi ólögmæta og refsiverða háttsemi þá ber viðkomandi félagi skylda til að leita til lögreglunnar og tilkynna henni um ætlaðan refsiverðan verknað í stað þess að úthýsa málinu til einkarekins félags sem ekki hefur lagalega heimild til að rannsaka slíkt mál. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er það hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál af þessu tagi og eru henni veittar ýmsar rannsóknarheimildir til að stunda slíkar rannsóknir. Aðrir hafa ekki slíkar heimildir.“ Tengdar fréttir Marklausar skýrslur notaðar til að hafna kröfum um bætur Dómstólar hafa ítrekað hafnað gildi skýrslna sem tryggingarfélögin nota til að rökstyðja höfnun um bætur eftir umferðarslys. Skýrslurnar eru unnar af fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að aðstoða tjónþola. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Fyrirtækið Aðstoð og öryggi telur sig hafa ríkar rannsóknarheimildir þegar kemur að því að upplýsa um varanlegt líkamstjón eftir umferðaróhöpp. Dæmi eru um að fyrirtækið sæki upplýsingar um fjarvistir fólks til vinnuveitenda.Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að fjögur stærstu tryggingafélög landsins, Sjóvá, TM, VÍS og Vörður, noti öll svokallaðar PC crash-skýrslur frá fyrirtækinu Aðstoð og öryggi til að rökstyðja höfnun um bætur. Sönnunargildi skýrslnanna hefur ítrekað verið hafnað fyrir dómi vegna þess að þeirra er aflað einhliða. Fréttablaðið hefur undir höndum nokkrar rannsóknarskýrslur fyrirtækisins. Samkvæmt einni skýrslunni óskaði tryggingafélag eftir því að fyrirtækið tæki áreksturinn til rannsóknar þar sem ábending hefði borist um hugsanleg tryggingasvik. Þá segir: „Kannað var hjá núverandi og fyrrverandi vinnuveitendum aðila máls um vinnutilhögun s.s. eðli starfs og síðan fjarvistir fyrir og eftir umferðaróhappið.“ Í skýrslunni kemur fram að ökumaður bifreiðarinnar hafi framvísað læknisvottorði hjá vinnuveitanda og farið fram á að vinna áfram en svart. Með framburði vinnuveitandans fylgir upptaka, bæði hljóð og mynd, þar sem tjónþoli á að hafa óskað eftir þessu. Í skýrslunni kemur fram að það sé erfitt að greina þetta þar sem málskilningi starfsmannsins sé ábótavant. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar frá vinnuveitendum þriggja farþega bifreiðarinnar. Upplýsingarnar segja til um hversu marga daga viðkomandi voru frá vinnu í kjölfar slyssins. Fjórði farþeginn er samkvæmt skýrslunni nemi og lögmaður viðkomandi neitaði að mæta til skýrslutöku og upplýsa um málsatvik.Sveinbjörn Claessen lögmaðurFramkvæmdastjóri Aðstoðar og öryggis og höfundur skýrslunnar sem hér er vísað til, Ómar Þorgils Pálmason, segir að þetta sé eina skýrsla fyrirtækisins þar sem upplýsingar frá vinnuveitendum séu tilgreindar. Upplýsingarnar hafi komið að frumkvæði vinnuveitanda til tryggingafélagsins sem svo hafi óskað aðstoðar Aðstoðar og öryggis. Niðurlag skýrslunnar er: „Er það niðurstaða rannsóknarinnar að viðbrögð og eftirköst farþega og ökumanns eftir óhappið séu verulega ýkt og ekkert sem bendir til þess að líkamlegur skaði sé með þeim hætti sem meintir brotaþolar lýsa, miðað við það sem fram kemur síðan hjá vinnuveitendum og meintum brotaþolum sjálfum m.t.t. vinnu.“ „Þeir [tryggingafélögin] óska eftir þessu og ég er ekki að gera neitt meira. Ég get ekki svarað fyrir það hvernig þeir eru að nota þetta í höfnun eða slíku,“ segir Ómar. Hann vísar til 120. gr. laga um vátryggingasamninga og segir það ákvæði heimild fyrirtækisins til rannsóknar. Ákvæðið segir að sá sem hafi uppi kröfu skuli veita upplýsingar og afhenda gögn sem félagið þarf til að geta metið ábyrgð sína. Bannað sé að veita rangar upplýsingar. „Við pössum okkur á því að við erum ekki að mynda inn um glugga hjá fólki. Ég get nefnt þér dæmi um svona kannski svikamál. Það var maður sem var búinn að vera á atvinnutryggingabótum í 10 ár og ári eftir að hann tekur trygginguna verður hann fyrir í slysi, innan gæsalappa,“ hann segir að lögfræðingur hafi farið fram á auknar bætur fyrir manninn vegna þess að hann væri orðinn rúmliggjandi. „Ég náði bara í fleiri gögn sem sýndu það gagnstæða. Ef þú tekur myndir af fólki úti þá máttu það. Það er ekkert að því,“ segir Ómar. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir að lögin um vátryggingasamninga heimili ekki svona ríkar rannsóknarheimildir til handa þriðja aðila. „Ef vátryggingafélag grunar að tjónþoli viðhafi ólögmæta og refsiverða háttsemi þá ber viðkomandi félagi skylda til að leita til lögreglunnar og tilkynna henni um ætlaðan refsiverðan verknað í stað þess að úthýsa málinu til einkarekins félags sem ekki hefur lagalega heimild til að rannsaka slíkt mál. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er það hlutverk lögreglunnar að rannsaka mál af þessu tagi og eru henni veittar ýmsar rannsóknarheimildir til að stunda slíkar rannsóknir. Aðrir hafa ekki slíkar heimildir.“
Tengdar fréttir Marklausar skýrslur notaðar til að hafna kröfum um bætur Dómstólar hafa ítrekað hafnað gildi skýrslna sem tryggingarfélögin nota til að rökstyðja höfnun um bætur eftir umferðarslys. Skýrslurnar eru unnar af fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að aðstoða tjónþola. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Marklausar skýrslur notaðar til að hafna kröfum um bætur Dómstólar hafa ítrekað hafnað gildi skýrslna sem tryggingarfélögin nota til að rökstyðja höfnun um bætur eftir umferðarslys. Skýrslurnar eru unnar af fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að aðstoða tjónþola. 9. nóvember 2015 08:00