Innlent

Telja formann bæjarráðs tefla fram villandi tölum

Sveinn Arnarsson skrifar
Loka á leikskóla í suðurbæ Hafnarfjarðar, sem í daglegur tali nefnist Kató. Deilt er um hversu mikill sparnaður náist með aðgerðunum.
Loka á leikskóla í suðurbæ Hafnarfjarðar, sem í daglegur tali nefnist Kató. Deilt er um hversu mikill sparnaður náist með aðgerðunum. Fréttablaðið/GVA
Forsvarsmenn minnihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði telja Rósu Guðbjartsdóttur, formann bæjarráðs, hafa farið með rangt mál þegar hún fullyrðir að tæpar 45 milljónir króna sparist með því að loka leikskólanum Brekkuhvammi í Hafnarfirði. Rósa stendur hins vegar við fyrri fullyrðingar sínar en telur aðdróttanir í sinn garð alvarlegar.

Minnihluti bæjarstjórnar sendi frá sér tilkynningu þar sem útreikningarnir eru dregnir í efa. Í stað 45 milljóna króna sparnaðar sé hann ekki nema um fimm til sex milljónir.  „Inni í þeirri fjárhæð sem formaður bæjarráðs nefndi í umræddu viðtali er launakostnaður sem ekki er áætlað að sparist þó svo að umræddri starfsstöð verði lokað. Sá kostnaður nemur um 70 prósentum af þeirri fjárhæð sem fullyrt var í umræddu viðtali að kæmi til lækkunar útgjalda bæjarsjóðs,“ segir í fréttatilkynningunni.

Rósa stendur við fullyrðingar sínar. „Ég stend fullkomlega við yfirlýsingar mínar og orð um heildaráhrif þess að starfsstöð leikskólans Brekkuhvamms verði lögð niður og komið hafa fram, til dæmis í fréttum Stöðvar 2,“ segir Rósa og bendir á að tölurnar séu fengnar frá rekstrarstjóra á fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar. „Því get ég ekki svarað svo alvarlegum ásökunum og dylgjum fulltrúa minnihlutans, sem sendar hafa verið á fjölmiðla í dag, með öðrum hætti.“

Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir þessa framsetningu formanns bæjarráðs villandi. „Hefur hún látið hafa eftir sér að ef ekki verði af þessari lokun þurfi að hækka leikskólagjöld um 11 prósent. Maður getur leyft sér að túlka það sem svo að hún sé þarna að stilla foreldrum upp við vegg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×