Kristján tekur við af Ragnheiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2015 14:15 Kristján Oddsson verður forstjóri Krabbameinsfélagsins í það minnsta fram á næsta vor. Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra. Það verður gert að loknum aðalfundi félagsins næsta vor.Eins og Vísir hefur greint frá sagði Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins síðastliðin sex ár, starfi sínu lausu á dögunum. Sömuleiðis hættu Jón Gunnlaugur Jónassson, yfirlæknir krabbameinsskrárinnar, og Sandra Sif Morthens markaðsstjóri störfum. Jón Gunnlaugur tekur við starfi sem yfirlæknir á Landspítalanum.Engin illindi Ragnheiður þvertekur fyrir að um einhver illindi sé að ræða innanhúss sem útskýri brotthvörf þeirra þriggja. „Það er alls ekki þannig, þetta eru bara eðlileg umskipti á 50 manna vinnustað og ekkert annað um að vera,“ segir hún. „Ég fer héðan einstaklega ánægð með allt samstarf hér og hef notið næstum hverrar stundar í þessu starfi.“ Ragnheiður mun áfram starfa með samtökum norrænna krabbameinsfélaga þar sem hún gegnir formennsku.Ragnheiður hefur ekki önnur áform en þau að starfa af meiri krafti í samtökum norrænna krabbameinsfélaga.Vísir/ValliRagnheiður þakklát Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu í dag segist Ragnheiður ánægjulegt að nú þegar hún láti af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélagsins standi félagið traustum fótum bæði faglega og fjárhagslega. „Á undanförnum árum hefur okkur tekist í samvinnu við starfsfólk og velunnara félagsins að efla og treysta starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í dag er starfsemi þess þróttmikil og fer vaxandi og við finnum að almenningur ber traust til okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir. Kristján Oddsson tók við sem yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í apríl 2013, en áður starfaði hann sem heimilislæknir víða um land og rak stofu sem kvensjúkdómalæknir. Hann vann einnig hjá Landlæknisembættinu í rúm fjögur ár, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir.Störf í boði Á sjötta tug umsókna hafa borist um starf markaðsstjóra hjá félaginu og starf yfirmanns krabbameinsskrár verður sömuleiðis auglýst á næstunni. Jón Gunnlaugur og Sandra gegndu fyrrnefndum stöðum. Þá verður starf fjármálastjóra væntanlega auglýst til umsóknar að því er segir í tilkynningunni. „Um leið og stjórn Krabbameinsfélagsins þakkar góðu samstarfsfólki sem senn hverfur til annarra starfa fyrir störf þeirra í þágu félagsins, hlakkar hún til að fá nýtt og öflugt fagfólk til liðs við Krabbameinsfélagið,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra. Það verður gert að loknum aðalfundi félagsins næsta vor.Eins og Vísir hefur greint frá sagði Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins síðastliðin sex ár, starfi sínu lausu á dögunum. Sömuleiðis hættu Jón Gunnlaugur Jónassson, yfirlæknir krabbameinsskrárinnar, og Sandra Sif Morthens markaðsstjóri störfum. Jón Gunnlaugur tekur við starfi sem yfirlæknir á Landspítalanum.Engin illindi Ragnheiður þvertekur fyrir að um einhver illindi sé að ræða innanhúss sem útskýri brotthvörf þeirra þriggja. „Það er alls ekki þannig, þetta eru bara eðlileg umskipti á 50 manna vinnustað og ekkert annað um að vera,“ segir hún. „Ég fer héðan einstaklega ánægð með allt samstarf hér og hef notið næstum hverrar stundar í þessu starfi.“ Ragnheiður mun áfram starfa með samtökum norrænna krabbameinsfélaga þar sem hún gegnir formennsku.Ragnheiður hefur ekki önnur áform en þau að starfa af meiri krafti í samtökum norrænna krabbameinsfélaga.Vísir/ValliRagnheiður þakklát Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu í dag segist Ragnheiður ánægjulegt að nú þegar hún láti af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélagsins standi félagið traustum fótum bæði faglega og fjárhagslega. „Á undanförnum árum hefur okkur tekist í samvinnu við starfsfólk og velunnara félagsins að efla og treysta starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í dag er starfsemi þess þróttmikil og fer vaxandi og við finnum að almenningur ber traust til okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir. Kristján Oddsson tók við sem yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í apríl 2013, en áður starfaði hann sem heimilislæknir víða um land og rak stofu sem kvensjúkdómalæknir. Hann vann einnig hjá Landlæknisembættinu í rúm fjögur ár, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir.Störf í boði Á sjötta tug umsókna hafa borist um starf markaðsstjóra hjá félaginu og starf yfirmanns krabbameinsskrár verður sömuleiðis auglýst á næstunni. Jón Gunnlaugur og Sandra gegndu fyrrnefndum stöðum. Þá verður starf fjármálastjóra væntanlega auglýst til umsóknar að því er segir í tilkynningunni. „Um leið og stjórn Krabbameinsfélagsins þakkar góðu samstarfsfólki sem senn hverfur til annarra starfa fyrir störf þeirra í þágu félagsins, hlakkar hún til að fá nýtt og öflugt fagfólk til liðs við Krabbameinsfélagið,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira