Innlent

„Gjörsamlega út úr heiminum, ofsafenginn og til alls vís“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
„Skömmu síðar hófst hamagangurinn aftur og var þá gripið til þess ráðs að kalla lögreglu til og biðja um að hann yrði fjarlægður.“
„Skömmu síðar hófst hamagangurinn aftur og var þá gripið til þess ráðs að kalla lögreglu til og biðja um að hann yrði fjarlægður.“ Vísir/pjetur
Lögreglan á Suðurnesjum hafði nýlega af skipti af pilti sem veiktist illa eftir að hafa neytt fíkniefnatöflu sem var merkt með hakakrossmerki.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar pilturinn hafi komið heim til sín „heim að næturlagi sáu þeir sem þar voru fyrir að hann var gjörsamlega út úr heiminum, ofsafenginn og til alls vís.“

Þá beitti hann einn viðstaddra ofbeldi og datt svo í gólfið þar sem hann froðufelldi.

„Skömmu síðar hófst hamagangurinn aftur og var þá gripið til þess ráðs að kalla lögreglu til og biðja um að hann yrði fjarlægður. Við húsleit í herbergi hans fundust tvær töflur með hakakrossmerki og lögðu lögreglumenn hald á þær.“

Mynd af töflu sem lögreglan varaði við fyrir helgi.
Fyrir helgi sendi lögreglustjórinn á Suðurnesjum frá sér tilkynningu þar sem varað var við því sem sagt var LSD-tafla með hakakrossi.

Í tilkynningu sinni nú ítrekar lögreglan „aðvörunarorð sín vegna þessa umrædda fíkniefnis í formi taflna með hakakrossi. Upp hafa komið mörg mál þar sem aðilar sem hafa neytt töflunar eru gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir sjálfum sér og öðrum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×