Innlent

Vara við bearnaise sósu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyndist reyndist varan ekki lengur á markaði.
Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyndist reyndist varan ekki lengur á markaði.
Matvælastofnun varar þá sem eru með ofnæmi fyrir eggjum við neyslu Toro Bearnaise Sósu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni til fjölmiðla í dag. Þar segir að MAST hafi fengið upplýsingar í gegnum RASFF-viðvörunarkerfið um ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (egg) í sósudufti.

Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur reyndist reyndist varan ekki lengur á markaði. Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnmæi fyrir eggjum við neyslu vörunnar sé hana að finna á heimilum.

Nánari upplýsingar um vöruna má sjá hér að neðan.

Vörumerki: Toro Bearnaise Saus

Vöruheiti: Bearnaise

Framleiðandi: Orkla Foods Norge

Innflytjandi: John Lindsay efh., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Best fyrir dagsetning: 14.04.2017




Fleiri fréttir

Sjá meira


×