Innlent

Slasaðist í bílveltu í Hrútafirði

Ökumaður slasaðist þegar stór flutningabíll valt út af þjóðveginum skammt frá Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysaeild Landsspítalans í Reykjavík, en fréttastofu  er ekki nánar kunnugt um meiðsl hans.

Hálka var á vettvangi og líklegt að hún skýri aðdraganda slyssins. Annar bíll valt nokkrar veltur út af veginum í Hrútafirði í gærkvöldi, en þar meiddist engin. Svo valt bíll út af þjóðveginum vestur á Mýrum í gærkvöldi og meiddist þar engin. Hálka var líka á vettvangi þessara tveggja óhappa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×