Fleiri fréttir

Vilja koma á ætluðu samþykki

Þingmenn úr fimm stjórnmálaflokkum hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um brottnám líffæra.

Segja tilskipun ekki brotna

Atvinnuvegaráðuneytið áréttar að raforkutilskipun Evrópusambandsins hafi ekki verið brotin líkt og ESA, eftirlitsstofnun EFTA, haldi fram.

Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu

Fyrirtæki í eigu fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins vann ráðgjafarstörf fyrir tvö ráðuneyti ráðherra flokksins fyrir samtals 28,8 milljónir króna án þess að leitað væri tilboða. Tengsl við flokkinn eru sögð gera málið to

OR veit ekki hverju einkavæðing skilaði

Hvorki forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur né dótturfélagsins Veitna treysta sér til að meta hvort einkavæðing á hluta starfsemi OR árið 2001 hafi verið góð hugmynd. OR hefur keypt mælana aftur.

Vitni færð í opið úrræði eftir breyttan framburð

Í greinargerð Annþórs Kristjáns Karlssonar í sakamáli gegn honum og Berki Birgissyni vegna andláts samfanga þeirra á Litla-Hrauni segir að föngum hafi verið boðin ívilnun fyrir vitnaframburð hjá lögreglu.

Ætlar að virkja samfélagsþjónustu til að stytta biðlista í fangelsi

Innanríkisráðherra ætlar að endurskipuleggja framtíðarskipulag fangelsismála til að koma til móts við biðlista, meðal annars með því að virkja samfélagsþjónustu. Ekki sé þó hægt að minnka aðhaldskröfu í fangelsismálum í fjárlögum næsta árs, eins og fangelsismálastjóri hefur gagnrýnt harðlega.

Segir mál Sóleyjar lýsandi dæmi um stöðuna í borginni

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að mál sextán ára fjölfatlaðrar stúlku, sem hefur ekki fengið dagvistunarúrræði í Reykjavík síðan hún flutti þangað úr öðru sveitarfélagi fyrir þremur vikum, sé gott dæmi um að velferðarkerfið í Reykjavík brjóti á fötluðum einstaklingum. Fjölskyldur fatlaðra barna rekist oft á veggi hjá borginni.

Hæstiréttur á að endurspegla samfélagið

Innanríkisráðherra segir tilefni til að endurskoða reglur um skipan dómara hér á landi. Skipan dómara í vikunni varpi ljósi á veikleika núverandi fyrirkomulags. Mikilvægt sé að líta til þess sjónarmiðs að hæstiréttur enduspegli þjóðfélagið.

Fjölfötluð stúlka fær hvorki dagvistun né skólavist í Reykjavík

Foreldrar sextán ára fjölfatlaðrar stúlku, sem nýlega flutti til Reykjavíkur úr öðru sveitarfélagi, segja velferðarkerfið í borginni hafa brugðist dóttur sinni, en hún fær þar hvorki dagvistun né skólavist. Þau telja brotið á mannréttindum hennar og ætla í mál við borgina.

Kjötið fer á markað 2019 eða 2020

„Það er heilmikill ávinningur í að ná í nýtt erfðaefni í þessa holdanautastofna okkar, þá bæði fyrir kjötgæði og kjötmagn og þannig möguleika greinarinnar til að viðhalda tekjum og mæta þörfum markaðarins um magn,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda.

Fyrirkomulag við skipan dómara verði skoðað

Mikilvægt er að skoðað verði hvernig staðið er að skipan dómara, að mati Ólafar Nordal innan­ríkisráðherra. Hún segir að allir þrír umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara séu afburðamenn.

Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum

Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag.

Tvö hundruð frosin lík enn á Everest

Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Spurningin: Af hverju leggur fólk í þessa hættuför, er aðkallandi við áhorfið. Ferðamannaiðnaðurinn er gagnrýndur fyrir að leyfa of mörgum óreyndum en ríkum ferðamönnum að reyna við toppinn.

Hinsegin hælisleitendum fjölgar

Samtökin78 hafa að undanförnu fengið margar fyrirspurninr frá hinsegin fólki sem flúið hefur heimaland sitt og leita hælis á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir