Innlent

Segja bæjarstjóra ekki tala fyrir hönd bæjarstjórnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnihluti Bæjarstjórnar Setjarnarness, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Neslista, segja Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, ekki tala fyrir hönd bæjarstjórnarinnar. Ásgerður kastaði nýverið fram hugmynd um að lána einstaklingum til íbúðakaupa.

Ásgerður sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að verið væri að skoða þann möguleika að lána ungu fólki fyrir útborgun á þeirra fyrstu íbúð, eða allt að fjórar til fimm milljónir. Hún sagði þó að þessi tillaga hefði aldrei verið rædd formlega í bæjarstjórn.

„Málið hefur aldrei komið upp eða verið rætt, hvorki formlega eða óformlega, í bæjarstjórn eða nefndum og ráðum sveitarfélagsins; hvað þá að um það ríki einhver þverpólitísk samstaða eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum,“ segja fulltrúar minnihlutans.

Þau segja að það sé afar óábyrgt að setja mál fram með þessum hætti og skapa væntingar sem óvíst er hvort hægt sé að standa við, meðal annars á grundvelli laga um starfsemi sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×