Innlent

Segja tilskipun ekki brotna

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Stefnt er á að klára innleiðingu raforkutilskipunar á næstu vikum.
Stefnt er á að klára innleiðingu raforkutilskipunar á næstu vikum. Vísir/Vilhelm
Atvinnuvegaráðuneytið áréttar að raforkutilskipun Evrópusambandsins hafi ekki verið brotin líkt og ESA, eftirlitsstofnun EFTA, haldi fram og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi.

Í tilkynningu segir að ESA hafi borist kvörtun í ágúst í fyrra þar sem bent var á að innleiðingu annarrar raforkutilskipunarinnar væri ekki lokið á Íslandi. Ráðuneytið hafi verið í samskiptum við ESA, sem ekkert ætli að aðhafast þar sem unnið sé að innleiðingu þeirra þátta tilskipunarinnar sem gerð hafi verið athugasemd við.


Tengdar fréttir

Raforkutilskipun sögð brotin á Íslandi

Íslensk stjórnvöld og opinberar stofnanir eru sökuð um lögbrot í raforkumálum samkvæmt ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Gagnsæi er ábótavant hjá Landsneti og Orkustofnun samkvæmt niðurstöðu ESA sem gefin var út þann 23. september síðastliðinn. Um er að ræða kærumál frá því í ágúst í fyrra sem Fréttablaðið fjallaði um þann 4. september á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×