Innlent

Hundrað þúsund króna sekt við því að fleygja rusli á víðavangi

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Rusli sem fleygt er á víðavangi er augljóst lýti á umhverfinu en með nýju frumvarpi sjálfstæðismanna er lagt til að lögfestar verði aðgerðir til að halda náttúrunni hreinni og að stuðla að breyttu hugarfari þegar kemur að losun sorps.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðismanna, er einn flutningsmanna frumvarpsins en hann segir hugmyndina vera af erlendri fyrirmynd.

Jafnframt tekur hann fram að efnahagslegir hagsmunir séu í húfi ef staðan verður óbreytt: „Ein undirstöðu atvinnugreinin er ferðaþjónusta og hún knýr áfram hagvöxtinn og fjölgun starfa og við verðum ekki það ferðamannaland sem við viljum ef að þessir hlutir eru ekki í lagi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×