Kúbverskur rithöfundur fékk hæli á Íslandi: Telur að hann verði handtekinn snúi hann til baka Höskuldur Kári Schram skrifar 26. september 2015 21:45 Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Kúbverskur rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt út af pólitískum ofsóknum segist búast við því að verða handtekinn snúi hann til baka. Reykjavíkurborg hefur veitt honum skjól til næstu þriggja ára en hann hyggst nýta tímann meðal annars til að upplýsa Íslendinga um stöðu mála á Kúbu. Orlando Luis Pardo Lazo er menntaður lífefnafræðingur og starfaði sem slíkur í Havana, höfuðborg Kúbu, í fimm ár þar til hann var rekinn af pólitískum ástæðum árið 1999. Hann byrjaði þá að halda úti bloggsíðu og stofnaði síðar vefrit og hefur einnig gefið út skáldsögu ásamt öðru efni. Árið 2013 þurfti hann svo að flýja land útaf pólitískum ofsóknum. „Sem bloggari og sjálfstæður blaðamaður fékk ég ekki ferðaleyfi og var handtekinn þrisvar án ákæru,“ segir Lazo. „Ég var einangraður og fékk ekki að hringja í nokkra klukkutíma, og nokkra daga reyndar. Mér var hótað og bækur mínar fengust ekki útgefnar á Kúbu. Ég mátti ekki tala við fjölmiðla þar í landi og fékk ekki lengur að kenna í háskólanum. Líf mitt var því orðið einskis vert á Kúbu.“ Reykjavíkurborg bauð Lazo hingað til lands í tengslum við ICORN-verkefnið en það eru samtök borga víðs vegar um heim sem bjóða landflótta rithöfundum upp á skjól í þrjú ár. Hann segist ætla að nýta tímann hér landi til ritstarfa. „Mig langar til að vekja Íslendinga til vitundar um hvað kúbverska byltingin snýst,“ segir hann. „Byltingarnar eru reyndar margar. Sumar þeirra eru gegn harðstjórn og alræðishyggju. Ég vil að sjálfsögðu líka leggja eitthvað af mörkum til íslensks samfélags. Mig langar að kynnast menningunni, bókmenntunum, listinni, tungumálinu og ekki síst hinu fallega landslagi. Ég er þakklátur fyrir að dvelja hér.“ Lazo segist ekki vita hvað muni gerast ef hann snýr aftur til Kúbu. „Mér gæti verið varpað í fangelsi eða bara orðið fyrir aðkasti. Einnig gæti ég orðið fórnarlamb sviðsetts glæps. Rithöfundurinn Angel Santiesteban sætti því. Ég mun hvorki geta gefið út verk mín né rætt við fjölmiðla. Ég mun ekki geta kennt eða unnið fyrir mannsæmandi launum.“ Hann segir að bætt samskipti Kúbu og Bandaríkjanna hafi lítið að segja fyrir almenning á Kúbu. „Ég spyr sjálfan mig hvenær kúbversk stjórnvöld hyggjast opna sig gagnvart kúbversku þjóðinni, hvenær kúbversk ríkisstjórn verður kosin í frjálsum, sanngjörnum kosningum í fjölflokkalýðræði á Kúbu. Það veltur ekki á viðskiptabanninu, góðvilja Obama forseta eða ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur pólitískum vilja ríkisstjórnar Kúbu sem hefur aldrei haft kjark til þess. Hún hafði kjark til að berjast við skæruliða en skorti hugrekki til að gefa sínu eigin fólki færi á að segja skoðun sína á því hvort þeir ættu að vera við völd eða ekki. Þeir voru aldrei kosnir af Kúbverjum.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira