Innlent

Alþjóðlegur hjartadagur haldinn hátíðlegur

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Hjartagangan og Hjartadagshlaupið voru haldin í dag vegna Alþjóðlega hjartadagsins sem haldinn er 29. september ár hvert. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda uppi hátíðarhöldum vegna dagsins.

Steindór Karvelsson fékk hjartaáfall rúmlega fimmtugur að aldri en segir lífið alls ekki búið þótt menn verði fyrir slíkum áföllum:

„Þetta er raunverulega bara spurning um hugarfar. Þetta er bara spurning um að lifa svolítið lífinu. Vera duglegur að hreyfa sig, það er frumskilyrði og vera bara jákvæður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×