Innlent

„Baráttan er ekki búin og margir sigrar enn óunnir“

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Sjö konur stigu á stokk í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem þær sögðu frá afrekum sínum og hvernig þær sáu fyrir sér áframhaldandi baráttu í kvenréttindum. Steinunn Ýr Einarsdóttir, einn skipuleggjenda málþingsins, sagði hugmyndina að fá þverskurð af afrekskonum úr samfélaginu og fá þær til að tjá sig um hvað þær vildu sjá breytast í samfélaginu.

Alma Ýr Ingólfsdóttir var einn frummælenda á málþinginu en hún er lögfræðingur og hefur sérhæft sig í réttindum fatlaðs fólks. Í erindi sínu beindi hún sjónum sínum að fötluðum konum í samfélaginu þar sem hún benti á mikilvægi þess að vitundavakning myndi eiga sér stað í samfélaginu um stöðu fatlaðra kvenna, enda segir hún að um sérstaklega viðkvæman hóp sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×