Innlent

Sautján ára ökumaður stöðvaður eftir eftirför lögreglu

Bjarki Ármannsson skrifar
Sautján ára ökumaður var stöðvaður af lögreglu á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan þrjú í nótt eftir mikla eftirför.
Sautján ára ökumaður var stöðvaður af lögreglu á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan þrjú í nótt eftir mikla eftirför. Vísir/Anton
Sautján ára ökumaður var stöðvaður af lögreglu á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan þrjú í nótt eftir mikla eftirför. Að því er segir í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í miðbænum heldur ók of hratt á brott, meðal annars mót rauðu ljósi og gegn einstefnu.

Bifreiðin var stöðvuð til móts við Mjóddina og hafði þá verið ekið aftan á lögreglubifreið. Drengurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var vistaður í fangageymslu að lokinni sýnatöku. Að sögn lögreglu var hann að aka ungri stúlku heim úr miðbænum gegn gjaldi.

Tveir aðrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptir ökuréttindum. Annar var vistaður í fangageymslu eftir að hann ók útaf vegi í Kollafirði.

Þá voru tvær konur handteknar um klukkan fjögur í nótt grunaðar um að hafa ráðist á dyravörð, í sitthvoru lagi þó. Önnur var handtekin við veitingahús í Kópavogi, sögð í mjög annarlegu ástandi, og hin við veitingahús í Austurstræti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×