OR veit ekki hverju einkavæðing skilaði Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2015 07:00 Orkuveita Reykjavíkur Vísir/róbert Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira