OR veit ekki hverju einkavæðing skilaði Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2015 07:00 Orkuveita Reykjavíkur Vísir/róbert Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Veitna, dótturfélags OR, treysta sér ekki til að meta hvort ákvörðun fyrirtækisins um að selja allt mælasafn fyrirtækisins árið 2001 og að leigja það aftur til afnota hafi verið fyrirtækinu hagfelld. Á tímabilinu fram til miðs árs 2015 greiddi fyrirtækið Frumherja 5,7 milljarða króna að núvirði í leigu fyrir mælasafnið. Samningar tókust nýlega á milli Veitna ohf., og Frumherja um að Veitur keypti til baka alla mæla fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru um 150.000 talsins og er kaupverðið tæpir 1,6 milljarðar króna. Eins og áður segir greiddi OR Frumherja 5,7 milljarða í leigu frá 2001. Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til 420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annars rekstrarkostnaðar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endurnýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórnendum Veitna og OR sé „ekki kunnugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hagstæð viðskiptin hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Að öðru leyti vísar Orkuveitan í fréttatilkynningar sínar um upplýsingar um söluna en ákvörðunin um að taka við mælasafninu á ný er einkum byggð á því að mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu OR og eigenda hennar sé einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni. Þá sé ör tækniþróun á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina. Ein meginástæðan er eins að OR telur sig hafa góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín að nýju, „enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum til hagsbóta.“ Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mælasafn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrirtækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð.2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira