Fleiri fréttir

Evrópustofu lokað

Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst.

Hrun í aðsókn í Sundlaug Akureyrar

"Á þeim átta árum sem ég hef starfað hér hef ég aldrei séð annað eins hrun í aðsókn,“ segir forstöðumaðurinn Elín H. Gísladóttir.

Stjórnvöld ekki gætt íslenskra hagsmuna

Utanríkisráðherra gagnrýndi útgerðarmenn vegna orða þeirra um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svarar ráðherranum í grein sinni í Fréttablaðinu í dag.

80 milljónir í landsmótssvæðið á Hólum

Landsmót hestamannafélaga að Hólum í Hjaltadal verður haldið á næsta ári. Kostnaður við uppbyggingu í ár verður rúmar áttatíu milljónir. Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir um helming kostnaðar á móti helmingi úr ríkissjóði.

Hrefnu á grunnslóð fækkar mikið

Í byrjun vikunnar lauk hvalatalningum sem Hafró hefur stundað í sumar. Reglubundnar talningar hafa staðið frá 1987. Síðustu tvo áratugi hafa talsverðar breytingar átt sér stað í fjölda og útbreiðslu hvala við landið. Beðið er grænlenskra gagna.

Vill raflínu um Sprengisand

Landsnet vill leggja háspennulínu þvert yfir hálendið og styrkja byggðalínu á Norður- og Austurlandi. 50 km af línunni gætu farið í jörð á miðhálendinu. Nokkrir kostir skoðaðir sem allir hafa neikvæð umhverfisáhrif.

Segjast ekki samþykkja loftlínu

Landeigendur á Blönduleið 3 saka Landsnet um að beita blekkingum í samskiptum við bæði landeigendur og fjölmiðla.

Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu

Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær.

Dæmi um að menn búi í Gistiskýlinu í áratugi

Fólki hefur verið vísað burt frá Gistiskýlinu undanfarnar vikur vegna plássleysis. Forstöðumaðurinn segir vandann meðal annars liggja í því að margir nýti sér neyðarathvarfið sem búsetuúrræði og finna þurfi betri meðferðarúrræði fyrir pólskumælandi menn sem eru stór hópur í skýlinu.

Ólöf Nordal óákveðin um framtíð sína

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, útilokar ekki að hún gefi kost á sér til þess að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á ný. Hún segir að ákvörðunin ráðist af því hvort hún ætli að gefa kost á sér til Alþingis á ný.

Ólíklegt að geislafræðingar dragi uppsagnir til baka

Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka gat það ekki þar sem búið var að ráða í hennar stöðu. Formaður félags geislafræðinga telur ólíklegt að þeir 25 geislafræðingar sem sögðu upp muni draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir niðurstöðu gerðardóms.

Úr sófanum og yfir Ermarsund

Sigrún Þ. Geirsdóttir synti fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsund í síðustu viku en hún byrjaði að hreyfa sig fyrir sjö árum.

Vafasamt að tengja saman fiskneyslu og geðheilbrigði

Frekari rannsókna er þörf áður en hægt er að fullyrða um ágæti Omega-3 fitusýra sem forvörn gegn geðsjúkdómum. Áður hafa verið bundnar vonir við Omega-3 í baráttu við sjúkdóma sem ekki hafa reynst á rökum reistar.

Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur

Þingmaður Bjartrar framtíðar segir það hróplegt óréttlæti að fangar þurfi að flytjast búferlum til að ljúka afplánun utan fangelsis. Formaður allsherjarnefndar segir heildarendurskoðun málaflokksins nauðsynlega.

Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir

Tónlistarskólar í Reykjavík geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Óljóst er hvort skólarnir geti starfað áfram. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri tónlistarskóla. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun.

Umhverfismat háð annmörkum

Skipulagsstofnun telur umhverfismatsferli Landsnets varðandi Blöndulínu 3 ófullnægjandi. Landsnet hafi ekki skoðað jarðstrengi þrátt fyrir óskir þess efnis. Telur sig ekki geta afturkallað fyrri ákvörðun sína.

Sjá næstu 50 fréttir