Tónlistarskólarnir í borginni illa staddir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Þórunn segir að tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz geti ekki fjármagnað starfsemi sína. vísir/anton „Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
„Ef það verður ekkert gert í málunum þá er vandséð hvernig tónlistarskólar í Reykjavík geti haldið áfram starfsemi sinni,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz eru í þeirri alvarlegu stöðu að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkuð hundruð milljón króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. „Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnemenda á landinu. Fjöldi nemenda hefur þó aukist og ekki var tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum. Töluvert vantar því upp á að fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og bætir við að uppsafnaður vandi sé orðinn mikill. Ágreiningur er nú uppi um hverjum ber að greiða það sem upp á vantar.Gunnar GuðbjörnssonAð sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neitar að borga. Síðastliðið vor sátu fulltrúar Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík fund með Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Allir voru sammála um að staða tónlistarskólanna væri óásættanleg. „Í vor virtust góðar líkur á að það yrði lagt fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Ekkert virðist þó hafa gerst í sumar. Nú er algjör óvissa um hvort skólarnir fái framlög og hvað gerist,“ segir Þórunn. Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið hafi tekið þá ákvörðun að styðja við nám lengra kominna nemenda breytir það engu um þessa ábyrgð,“ segir Þórunn. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur nú stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. „Við erum bara í algjörum vandræðum,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, og bætir við að ástandið sé bagalegt. „Ef peningurinn kemur ekki fljótt þá þurfum við að loka skólanum,“ segir Gunnar.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira