Innlent

Evrópustofu lokað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Húsnæði Evrópustofu við Suðurgötu 10.
Húsnæði Evrópustofu við Suðurgötu 10. Mynd af vef Evrópustofu
Evrópustofa mun loka þann 1. september en samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnnar rennur út í lok ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Evrópustofu.

Þar kemur fram að meginmarkmið Evrópustofu hafi verið að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi Evrópusambandsins. Evrópustofa var alfarið rekin af þýska almannatengslafyrirtækinu Media Consulta í gegnum samning fjármagnaðan af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

„Evrópustofa hefur lagt áherslu á að miðla hlutægum upplýsingar um Evrópusambandið, vera vettvangur virkrar umræðu um málefni sem tengjast ESB og auka almenna þekkingu á Evrópusambandinu.“

Evrópustofa tók til starfa í janúar 2012 í húsi við Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur.

„Við þökkum samfylgdina undanfarin ár og vonum að þið haldið áfram að fylgjast með málum hjá ESB á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×