Fleiri fréttir

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent

Jónas Hallgrímur Jónasson og hælisleitendateymi Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða fengu afhent hvatningarverðlaun velferðarráðs Reykjavíkurborgar fyrr í dag.

Meirihluti Þingeyjarsveitar hjólar í héraðsmiðil

Sveitarstjórnin sendi netmiðlinum 641.is þrjár spurningar þar sem spurt er hvort miðillinn gangi hagsmuna einhverra eða sé stýrt af geðþótta og eða skoðunum ritstjóra og sé þar af leiðandi hans eigin áróðursblogg.

Staðan á vinnumarkaði grafalvarleg

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála óttast að langvarandi verkfall muni hafa neikvæð áhrif á komu erlendra ferðamanna hingað til lands og segir að staðan sé grafalvarleg.

Um tuttug útköll vegna sinuelda

Óvenju mörg útköll hafa verið vegna sinuelda á höfuðborgarsvæðinu síðastliðna viku eða um tuttugu. Slökkviliðið var kallað út í dag vegna sinubruna í Hafnarfirði en talið er börn hafi kveikt í.

Undanþágur veittar fyrir slátrun

Tvö svínabú, bæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi munu slátra um 120 svínum á morgun eftir að undanþága var veitt til þess á grundvelli dýravelferðar og yfirlýsingar um að kjötið færi ekki á markað á meðan verkfalli stendur.

Þau vilja verða forstjóri Persónuverndar

Sex sóttu um stöðu forstjóra Persónuverndar en umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 26. apríl. Skipað er í embættið frá 1. ágúst síðastliðinn og er starfið til fimm ára.

British airways aftur til Íslands

Breska flugfélagið British airways virðist hafa séð sóknarfæri á ný og mun hefja áætlunarflug til Íslands í október.

Sigmundur ræddi stöðu smáríkja í Sviss

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók í dag þátt í pallborðsumræðum um stöðu smáríkja í heiminum á ráðstefnu í St. Gallen háskóla í Sviss

Nýtt nafn fyrir betri möguleika á atvinnu

Patrycja Wittstock Einarsdóttir skipti um eftirnafn til þess að eiga meiri möguleika í atvinnulífinu. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna segir hulda fordóma vera í samfélaginu gagnvart fólki með erlend nöfn og það fái síður tækifæri.

Már útskýrði endurreisnina fyrir Írum

Seðlabankastjóri segir að erlendis gæti misskilnings varðandi framkvæmd neyðarlaganna. Hann segir Íslendinga ekki hafa látið bankana hrynja. Þá segir hann einnig að bankarnir hafi ekki verið þjóðnýttir.

Fíkniefnasalar í Laugardal

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði um klukkan sjö í gærkvöld afskipti af pari í Laugardal vegna vörslu fíkniefna.

Neyðarástand á svínabúum landsins

Dýralæknar á vegum Matvælastofnunar hafa verið í verkfalli í átján daga. Lög um velferð dýra eru brotin á hverjum degi þar sem ekki fæst heimild til að slátra til vinnslu.

Ljósmæður segja launin kynjamisrétti

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að laun ljósmæðra ættu að vera á pari við laun lækna með svipaða lengd sérnáms að baki. Hún telur lægri laun ljósmæðra að hluta stafa af kynjamisrétti sem ríki í læknastéttinni.

Stór hluti atvinnulífs lamaður úti á landi

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ótækt að bjóða verkafólki 28 þúsund króna launahækkun á þremur árum þegar formaður SA semji við hluta síns starfsfólks um 310 þúsund á tveimur árum. Segir hræsni einkenna málflutning SA.

Sjá næstu 50 fréttir