Innlent

Reiðhjólamenn á ógnarhraða í Fossvogi

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hátt í hundrað tilkynningar um reiðhjólaslys bárust lögreglunni á síðasta ári.
Hátt í hundrað tilkynningar um reiðhjólaslys bárust lögreglunni á síðasta ári. vísir/pjetur
Kvartað hefur verið undan hraða reiðhjólamanna víða um borgina í vor. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur því reiðhjólamenn og aðra vegfarendur að sýna aðgát.

Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að ábendingar hafi borist um ýmislegt sem betur mætti fara hjá reiðhjólamönnum. Hraðinn er þar sérstaklega nefndur því tilkynningar hafi borist um hjólreiðamenn á ógnarhraða, sem þar af leiðandi hafi stefnt sjálfum sér og öðrum í stórhættu. Göngu- og hjólreiðastígar í Fossvogi eru nefndir í þessu samhengi.

Þá kemur fram að á síðasta ári hafi lögreglunni borist hátt í eitt hundrað tilkynningar um reiðhjólaslys á höfuðborgarsvæðinu. Í helmingi tilvika hafi slysin átt sér stað þegar bifreið var ekið á reiðhjólamann. Þá hafi reiðhjól rekist saman og reiðhjólamenn ekið á gangandi vegfarendur en um þriðjungur allra reiðhjólaslysa var samkvæmt skráningu flokkað sem fall af reiðhjóli.

Færslu lögreglunnar má sjá í heild hér fyrir neðan.

Nú þegar reiðhjólum fer óðum fjölgandi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu með hækkandi sól, er full ástæða til að hvetja...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 7. maí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×