Innlent

Kristján Þór fyrsti ráðherrann í Hip hop og Pólitík

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Sókn mannsins í hugbreytandi efni og áfengis- og vímuefnavandinn á Íslandi var þemað í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Hip hop og Pólitík. 

Kristján Þór Júlíusson er fyrsti starfandi ráðherrann sem mætir og var gestur að þessu sinni ásamt Valgerði Rúnarsdóttur yfirækni á Vogi. 

Meðal þess sem rætt var í þættinum:

  • Hvers vegna eru sumir einstaklingar berskjaldaðri fyrir sókn í hugbreytandi efni? Og hversu vel skilja vísindamenn sjúkdóminn alkóhólisma í dag.

  • The mesolimbic pathway (reward pathway) heilans. 

  • HFA: High Functioning Alcoholic. Hversu stórt hlutfall alkóhólista sem leita sér hjálpar eru HFA?

  • Fordómar í garð sjúkdómsins. Er það ekki hluti af vandamálinu og myndu ekki fleiri leita sér hjálpar ef fordómarnir væru ekki svona miklir?

  • Sala, innflutningur og dreifing fíkniefna hefur ekki dregist saman þrátt fyrir hertar refsingar. Varnaðaráhrif hertra refsinga við fíkniefnabrotum eru mjög takmörkuð. Þarf að endurskoða þetta í íslenskum lögum?

  • Endurskoðun refsinga fyrir minniháttar brot (þ.e. brot sem falla utan gildissviðs 173. gr. a. hgl. (stórfellt fíkniefnabrot). Liður í þessu er sú stefna að meðhöndla vörslu og dreifingu fíkniefna í litlum skömmtum sem heilbrigðisvanda þess sem á í hlut.

  • Textar kanadíska rapparans Drake en áfengi kemur þar iðulega fyrir. Drake er sjálfur sonur óvirks alkóhólista og endurnýjaði samband sitt við föður sinn eftir að sá síðarnefndi setti tappann í flöskuna.

  • Upphlaup bandaríska rapparans Kanye West á MTV-verðlaunahátíðinni 2009 en West var sótaður.

  • Lögleiðing maríjúana í Colorado í Bandaríkjunum og lögleiðing á maríjúana í lækningaskyni í Kaliforníu gegn ávísun lyfseðils.


Hægt er að hlusta hér eða með því að smella á spilunarhnapp efst í fréttinni. 

Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Hlaðvarpið er aðgengilegt undir Podcasts í öllum snjalltækjum frá Apple (iPhone, iPad og iTunes). Hlaðvarpið var vinsælasta hlaðvarp á Íslandi á dögunum samkvæmt mælingum Apple. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×