Innlent

Býður Ísland fram sem gestgjafa Mr. Gay World 2017

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Troy Jónsson náði frábærum árangri í keppninni en hún er haldin til að vekja athygli á réttindum hinsegin fólks.
Troy Jónsson náði frábærum árangri í keppninni en hún er haldin til að vekja athygli á réttindum hinsegin fólks. Vísir/Troy
Troy Michael Jónsson sem varð í fimmta sæti í Mr. Gay World í vikunni ætlar að bjóða Ísland fram til þess að halda keppnina árið 2017.

„Ég er að reyna að vinna að því núna að fá samtök og fyrirtæki í lið með mér því að mér skilst að til þess að geta boðið land fram þá þurfi maður að hafa sterkan fjárhagslegan grunn,“ segir Troy. Hann er mjög spenntur fyrir þessu þar sem hann telur mörg tækifæri felast í því fyrir Ísland að halda viðburð sem þennan. „Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland hefur haldið svona stóran viðburð.“

Sjá einnig: Ísland í 5. sæti í Mr. Gay World

Síðasta hátíð var haldin í Suður-Afríku en henni lauk 3. maí. Keppnin sjálf stóð í 4 daga en keppendur komu til landsins 26. apríl. Keppnin hefur verið haldin sjö sinnum. Tvisvar sinnum í Suður-Afríku en einu sinni í Ítalíu, Belgíu, Filippseyjum, Noregi og Kanada.

Yfir fjörutíu lönd eiga aðild að keppninni en keppendur voru 21 talsins nú síðast þegar Þýskaland bar sigur úr býtum.

Troy var himinlifandi með að komast í 5. sæti. Hann hefur barist ötullega fyrir því að bann gegn blóðgjöf karlmanna sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni verði afnumið.  


Tengdar fréttir

„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“

Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×