Bera ekki ábyrgð á námsláni: „Maður horfir bjartsýnni á lífið i dag heldur en í gær“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 20:51 Foreldrar mannsins voru ekki fyllilega upplýst um að hann hafði orðið gjaldþrota. Vísir/Getty „Maður horfir bjartsýnni á lífið i dag heldur en í gær,“ segir maður sem þarf samkvæmt dómi Héraðsdóms Vesturlands í dag ekki að bera ábyrgð á námsláni sonar síns hjá LÍN. Maðurinn hafði ásamt konu sinni, móður lántakans, gengist í sjálfskuldarábyrgðir fyrir lán sem gefin voru út árið 2011 og 2012. Hann vildi ekki koma fram undir nafni. „Málið er í raun og veru þannig að við fáum þessa kröfu frá LÍN,“ útskýrir maðurinn sem búsettur er á Vesturlandi. „Þeir vilja bara semja þannig að það gengur engan veginn upp fyrir okkur fjárhagslega. Þá skjótum við málinu til málskotsnefndar LÍN, þeir úrskurða þannig að við berum ekki ábyrgð.“ Stjórn LÍN, ósátt við úrskurð málskotsnefndarinnar, kýs þá að höfða mál en samkvæmt ákveðnum reglum réttarfars hér á landi verður lánasjóðurinn þá að höfða mál á hendur foreldrunum. „Við höfðum ekkert val,“ segir maðurinn annað en að fara í dómsmál við lánasjóðinn.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Stjórn LÍN telji sig hafna yfir lög Sonur hjónanna varð gjaldþrota en voru þau sem ábyrgðarmenn aldrei upplýst um það. Maðurinn segist í samtali við Vísi ekki hafa haft hugmynd um hvernig ástatt var fyrir syni hans fjárhagslega. Dómurinn fellur meðal annars hjónunum í hag með vísan til þessa. „Í hnotskurn er málið það að stjórn lánasjóðsins telur að lög um ábyrgðarmenn eigi ekki við um þá. Og að þeim sé hreinlega heimilt að gera það sem þau vilja,“ segir maðurinn og vísar þar í lögbundna skyldu LÍN til að ráða ábyrgðarmönnum frá því að gangast undir ábyrgð á láni ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. LÍN framkvæmdi aldrei slíkt mat á syni hjónanna. Maðurinn segir dóminn ekki hafa komið á óvart en að þeim hjónum sé létt. „Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt,“ sagði hann nokkrum tímum eftir að dómur féll. „Þetta er reyndar ekki búið, málið fer klárlega upp í Hæstarétt.“ Dóm Héraðsdóms Vesturlands má lesa í heild sinni hér. Guðmundur Steingrímsson fór ásamt fjölskyldu sinni í mál þar sem hann taldi sig ekki eiga að bera ábyrgð á láni hjá LÍN.vísir/valliSjá einnig: Guðmundur segir dóminn með algjörum ólíkindum Staða ábyrgðarmanna óljós Mál ábyrgðarmanna að námslánum hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu en lög um ábyrgðarmenn voru sett árið 2009. Mál Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, vakti athygli snemma í febrúar á þessu ári en í því var hann og fjölskylda hans dæmd til þess að greiða lán sem faðir Guðmundar, Steingrímur Hermannsson, bar ábyrgð á. Guðmundur sagði eftir að dómur féll að hann væri með ólíkindum. Forsendur voru því talsvert aðrar í þeim dómi en þeim sem féll í dag. Þó er ljóst að staða ábyrgðarmanna á námslánum hjá LÍN er ekki allskostar skýr. Tengdar fréttir „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Aðalmeðferð í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn erfingjum Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. janúar 2015 13:49 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. 5. mars 2015 11:24 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Maður horfir bjartsýnni á lífið i dag heldur en í gær,“ segir maður sem þarf samkvæmt dómi Héraðsdóms Vesturlands í dag ekki að bera ábyrgð á námsláni sonar síns hjá LÍN. Maðurinn hafði ásamt konu sinni, móður lántakans, gengist í sjálfskuldarábyrgðir fyrir lán sem gefin voru út árið 2011 og 2012. Hann vildi ekki koma fram undir nafni. „Málið er í raun og veru þannig að við fáum þessa kröfu frá LÍN,“ útskýrir maðurinn sem búsettur er á Vesturlandi. „Þeir vilja bara semja þannig að það gengur engan veginn upp fyrir okkur fjárhagslega. Þá skjótum við málinu til málskotsnefndar LÍN, þeir úrskurða þannig að við berum ekki ábyrgð.“ Stjórn LÍN, ósátt við úrskurð málskotsnefndarinnar, kýs þá að höfða mál en samkvæmt ákveðnum reglum réttarfars hér á landi verður lánasjóðurinn þá að höfða mál á hendur foreldrunum. „Við höfðum ekkert val,“ segir maðurinn annað en að fara í dómsmál við lánasjóðinn.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Stjórn LÍN telji sig hafna yfir lög Sonur hjónanna varð gjaldþrota en voru þau sem ábyrgðarmenn aldrei upplýst um það. Maðurinn segist í samtali við Vísi ekki hafa haft hugmynd um hvernig ástatt var fyrir syni hans fjárhagslega. Dómurinn fellur meðal annars hjónunum í hag með vísan til þessa. „Í hnotskurn er málið það að stjórn lánasjóðsins telur að lög um ábyrgðarmenn eigi ekki við um þá. Og að þeim sé hreinlega heimilt að gera það sem þau vilja,“ segir maðurinn og vísar þar í lögbundna skyldu LÍN til að ráða ábyrgðarmönnum frá því að gangast undir ábyrgð á láni ef greiðslumat bendir til þess að lántaki geti ekki efnt skuldbindingar sínar. LÍN framkvæmdi aldrei slíkt mat á syni hjónanna. Maðurinn segir dóminn ekki hafa komið á óvart en að þeim hjónum sé létt. „Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegt,“ sagði hann nokkrum tímum eftir að dómur féll. „Þetta er reyndar ekki búið, málið fer klárlega upp í Hæstarétt.“ Dóm Héraðsdóms Vesturlands má lesa í heild sinni hér. Guðmundur Steingrímsson fór ásamt fjölskyldu sinni í mál þar sem hann taldi sig ekki eiga að bera ábyrgð á láni hjá LÍN.vísir/valliSjá einnig: Guðmundur segir dóminn með algjörum ólíkindum Staða ábyrgðarmanna óljós Mál ábyrgðarmanna að námslánum hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu en lög um ábyrgðarmenn voru sett árið 2009. Mál Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, vakti athygli snemma í febrúar á þessu ári en í því var hann og fjölskylda hans dæmd til þess að greiða lán sem faðir Guðmundar, Steingrímur Hermannsson, bar ábyrgð á. Guðmundur sagði eftir að dómur féll að hann væri með ólíkindum. Forsendur voru því talsvert aðrar í þeim dómi en þeim sem féll í dag. Þó er ljóst að staða ábyrgðarmanna á námslánum hjá LÍN er ekki allskostar skýr.
Tengdar fréttir „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Aðalmeðferð í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn erfingjum Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. janúar 2015 13:49 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. 5. mars 2015 11:24 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Verið að koma aftan að látnu fólki“ Aðalmeðferð í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn erfingjum Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. janúar 2015 13:49
Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20
Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30
Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. 5. mars 2015 11:24