Innlent

Slökktu sinueld í Setbergi

Birgir Olgeirsson skrifar
Loftmynd af svæðinu þar sem sinueldur logaði í Stekkjahrauni nærri Setbergsskóla í Hafnarifirði.
Loftmynd af svæðinu þar sem sinueldur logaði í Stekkjahrauni nærri Setbergsskóla í Hafnarifirði. Vísir/Landakort ehf.
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í dag vegna sinubruna í Stekkjahrauni rétt við Setbergsskóla í Hafnarfirði. Tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang og tók það slökkviliðsmenn um klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins sem reyndist ekki á stóru svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×