Innlent

Fær bætur vegna eineltis af hálfu slökkviliðsstjóra

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir fyrrverandi slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Akureyrarbæjar fengu ekki að snúa aftur til starfa.
Tveir fyrrverandi slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Akureyrarbæjar fengu ekki að snúa aftur til starfa. Vísir/Vilhelm
Akureyrarkaupstaður þarf að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni og fyrrverandi aðstoðarslökkviliðsstjóra í bænum bætur eftir að þeim var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir að hafa tekið sér launalaust leyfi. Hæstiréttur dæmdi í málinu í dag.



Aðstoðarslökkviliðsstjóranum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur í bætur vegna eineltis sem hann mátti þola af hálfu slökkviliðsstjóranum.



Báðir slökkviliðsmennirnir höfðu tekið sér launalaust leyfi hjá slökkviliðinu en var starfsmönnum sérstaklega boðinn sá kostur í kjölfarið af því að Isavia ohf. upp þjónustusamningi um viðbúnaðarþjónustu á Akureyrarflugvelli.



Leyfin voru með því skilyrði að láta þurfti vita með þriggja mánaða fyrirvara ef menn ætluðu að snúa aftur til starfa hjá slökkviliðinu.



Báðir réðu þeir sig í kjölfarið sem flugvallarverðir hjá Isavia með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta taldi slökkviliðið ígilda uppsögn á föstu starfi hjá þeim og var því ekki gert ráð fyrir að mennirnir tveir snéru aftur til starfa að loknu leyfinu.



Hæstiréttur féllst ekki á þá túlkun og dæmdi Akureyrarbæ til að greiða mönnunum 750 þúsund krónur annars vegar og 1,5 milljónir hins vegar. Það telur rétturinn að bæti það launatap sem þeir urðu fyrir vegna uppsagnanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×