Innlent

Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari?

Sveinn Arnarsson skrifar
Bryndís Hlöðversdóttir þykir álitlegur kostur, að mati aðila vinnumarkaðarins, sem nýr ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir þykir álitlegur kostur, að mati aðila vinnumarkaðarins, sem nýr ríkissáttasemjari.
Samkvæmt heimildum Vísis hefur nafn Bryndísar Hlöðversdóttur, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar, verið haldið á lofti meðal aðila vinnumarkaðarins sem álitlegum kandídat og góðum kosti sem nýr ríkissáttasemjari.

Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun þriggja manna nefnd ganga í það verk að meta hæfi umsækjenda. Hæfisnefndin er skipuð tveimur fulltrúum aðila vinnumarkaðarins en einn fulltrúi er skipaður Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Ríkissáttasemjari hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Á fjórða tug kjaradeilna hafa verið send til ríkissáttasemjara á síðustu mánuðum og stefnir í hörðustu deilur á vinnumarkaðnum í áratugi. Því er mikilvægt á þessum tímum að fá ríkissáttasemjara til starfa sem hefur traust beggja aðila, bæði ríkis og aðila vinnumarkaðins. Mikið mun mæða á nýjum ríkissáttasemjara á fyrstu dögum hans í embætti og því verða hveitibrauðsdagarnir í embætti harla fáir. Nafn Bryndísar hefur komið upp sem álitlegur kostur meðal aðila vinnumarkaðarins samkvæmt heimildum Vísis.  

Bryndís var árið 2013 ráðin starfsmannastjóri Landspítalans og var ráðin úr hópi 35 umsækjenda. Áður var hún rektor Háskólans á Bifröst, aðstoðarrektor og formaður lagadeildar skólans. Einnig var hún þingmaður Samfylkingar og Alþýðubandalagsins frá 1995 - 2005. Hún hefur einnig gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir hið opinbera. Bryndis er lögfræðingur að mennt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×