Fleiri fréttir

Fékk fimm auka daga í íbúðinni

„Ekki veit ég hvað er verið að eltast við með þessari formlegu fyrirspurn en það hefði verið í lófa lagið að spyrja beint út í þessa þætti,“ segir í bókun Siggeirs Stefánssonar, fyrrverandi oddvita Langanesbyggðar, vegna fyrirspurnar á sveitarstjórnarfundi um starfslokasamning við fyrrverandi sveitarstjóra.

Kjalnesingar hafna risavöxnum jóga

Fyrirætlanir áhangenda Sri Chinmoy heitins um að reisa þrettán metra styttu af jóganum við rætur Esju verða ekki að veruleika. Hverfisráð Kjalarness segir hæðina afar umdeilanlega á fornfrægum sögustað og ekki myndu skapa frið eins og ætlað væri.

"Ríkisstjórn ríka fólksins“

"Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“

Sigið er aukið áhyggjuefni

Vísindamenn endurskoða nú gögn um skjálftavirkni í nágrenni Bárðarbunguöskjunnar eftir að í ljós hefur komið að umtalsvert sig hefur orðið í öskjunni undanfarna daga. Forsætisráðherra hefur skipað viðbragðshóp til að móta viðbrögð við hugsanlegu gosi í Bárðarbungu. Fólk á Reyðarfirði er hvatt til þess að halda sig heima vegna mengunar frá eldstöðinni.

"Þessi kostnaður sveið"

Íslenskir krabbameinssjúklingar greiða háar upphæðir vegna sjúkdómsins á meðan sama þjónusta er ókeypis í nágrannalöndunum. Sem dæmi hefur 27 ára maður sem greindist fyrir tveimur árum, greitt eina og hálfa milljón króna.

Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög

Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum.

Enn lendir stór flugvél í Reykjavík

Airbus-vél Atlantic Airways, herflutningavél bandaríska flughersins og vél á vegum NATO hafa allar lent á Reykjavíkurflugvelli í vikunni.

Leitaði ráða hjá lögreglustjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða.

„Þetta er helvíti skítt“

Gömlum bláum Land Rover var stolið af bílastæði FÍB um helgina, en til stóð að gera hann upp eins og gömlu þjónustubíla FÍB.

Opinn fundur um valkosti Skota

Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“.

Nemendur boðnir velkomnir í friðarferð

Brotið var blað í sögu innvígslu nýnema í Menntaskólanum við Sund á mánudaginn þegar skólafélag skólans ákvað að bjóða nýnemum í friðarferð í Viðey. Áður höfðu nýnemar þurft að ganga í gegnum niðurlægjandi þrautir og aðferðir sem voru afar umdeildar.

Sjá næstu 50 fréttir