Fleiri fréttir

Vilja veitingastað við samræktunarstöð

Ragnheiður Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, vinnur að því ásamt nokkrum líffræðinemendum að koma á fót fyrirtæki sem mun reka samræktunarstöð þar sem rækta á grænmeti, ávexti, kryddjurtir og tilapíu sem er vinsæll eldisfiskur.

Ekkert leiðbeint um notkun stæðiskorta fyrir fatlað fólk

Mælst er til þess að ríki innan EES gefi út upplýsingar um notkun svokallaðra P-merkja til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra. Ekki er hægt að nálgast upplýsingar um kortin á Íslandi. Vont ástand, segir aðfluttur öryrki.

Íslendingar fræddir um fornt fjörusnakk

Íslendingar hafa borðað fjörugróður frá ómunatíð. Nú fara íslenskur líffræðingur og japanskur sérfræðingur um og kenna Íslendingum að höndla þetta góss sem fornmennirnir borðuðu og gaf Agli Skallagrímssyni fjör til að yrkja Sonatorrek.

Ungir bændur öttu kappi

Hjalti Freyr Guðmundsson frá Miðdal í Kjós bar sigur úr býtum í keppninni Ungi bóndi ársins, sem var haldin síðastliðinn laugardag.

Makrílgöngur út af Reykjanesi

Flest uppsjávarveiðiskipin, sem eru á makrílveiðum, eru nú stödd suðvestur af Reykjanesi, en þar varð vart við markíl göngu í gær.

Hrappar undir fölsku flaggi Microsoft

Microsoft á Íslandi varar enn við erlendum svikahröppum og þá sérstaklega við þeim, sem segjast vinna hjá Microsoft og segjast vera að hjálpa fólki til að losna við óværu úr tölvum þess.

Danskt naut í SS pylsunum

Vegna mikils skorts á íslensku nautakjöti hefur Sláturfélag Suðurlands gripið til þess ráðs að nota danskt nautakjöt.

Mynd um afrekið í Vöðlavík

Þórarinn Hávarðsson kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð heimildarmyndar um björgunarafrekið í Vöðlavík fyrir 20 árum. Í janúar 1994 björguðu áhafnir tveggja þyrlna björgunarsveita varnarliðsins sex skipverjum af brúarþaki björgunarskipsins Goðans, sem var strandað og hálfsokkið. Einn maður fórst í slysinu.

Eiga að skila 10 milljóna afgangi

Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (LbhÍ) hefur borist staðfesting frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að skila eigi inn uppfærðri rekstraráætlun skólan sem geri ráð fyrir tíu milljóna króna rekstrarafgangi á þessu ári.

Fullorðnir mega tjalda í fylgd með fullorðnum

Allir þeir sem ekki eru orðnir 21 árs mega ekki tjalda á Mærudögum á Húsavík nema í fylgd með forráðamönnum. Skipuleggjandi segir málið meðal snúast um umgengni og unglingadrykkju.

Minnkandi kjörsókn viðvörun fyrir Ísland

Franskur þingmaður telur að almenningur í Frakklandi og víðar í Evrópu hafi misst trúna á stjórnmálaflokkum og kjósi því í auknum mæli þjóðernisflokka og öfga hægriflokka. Minnkandi kjörsókn sé varúðarmerki fyrir Íslendinga.

Gífurleg blóðtaka fyrir HIV-samfélagið

Framkvæmdastjóri HIV á Íslandi segir óvíst hvort að lykilinn að lækningu á veirunni hafi tapast þegar þegar tugir HIV sérfræðinga fórust með malasísku flugvélinni á fimmtudag.

140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna

Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni.

„Verst að missa pabba“

Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur marga fjöruna sopið. Á síðustu þremur árum hefur hún gifst og skilið tvívegis, gengið í gegnum erfitt fósturlát og misst föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson.

Gott veður víða um land á morgun

Hlýjast verður á Egilsstöðum, 21 stigs hiti heiðskýrt og fimm metrar á sekúndur. Veðrið fyrir norðan verður einnig gott. Á Akureyri verður til að mynda sautján stiga hiti og logn. Á höfuðborgarsvæðinu verður léttskýjað og fimmtán stiga hiti.

Sjá næstu 50 fréttir