Fleiri fréttir

Lundinn kom tveimur vikum fyrr

Lundinn kom tveimur vikum síðar en venjulega í byggðir í Vestmannaeyjum, sem hefur ekki gerst síðan mælingar hófust árið 1952, eða í 62 ár.

Áttatíu metra hótelskip varpi ankeri varanlega í Hafnarfirði

Samningar vegna hótel- og veitingaskips í Hafnarfjarðarhöfn eru sagðir á lokastigi. Skipið er smíðað í Ungverjalandi fyrir hálfri öld og er með 62 herbergjum og veitingastað. Hafnarstjórn er jákvæða gagnvart skipinu sem á þó enn langt í land.

Segist ekki geta kosið Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ

Ólafur Örn Nielsen, fyrrverandi formaður SUS segir blekkingar við kynningu á sameiningunni við Álftanes, tugmilljónir til einkavinar fyrir ritun á sögu Garðabæjar næga ástæða fyrir því að veita Sjálfstæðisflokknum ekki brautargengi.

Eiginmaður forstöðukonu neitar allri sök

Tvær andlega fatlaðar konur hafa lagt fram kæru gegn manni sem þær segja hafa brotið gegn sér kynferðislega. Maðurinn er búsettur á sumardvalarstað fyrir fatlaða sem konurnar hafa heimsótt. Maðurinn neitar að brotin hafi átt sér stað.

Stóru málin - Kappræður oddvita í Reykjanesbæ

Oddvitar flokkanna í Reykjanesbæ tókust á um kosningamálin í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þetta var fyrsti þáttur af fimm en næstu kvöld halda Lóa Pind Aldísardóttir og Heimir Már Pétursson áfram að stýra umræðum oddvita fimm stærstu sveitarfélaganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá.

Skæð baktería greinist á Landspítalanum

MÓSA baktería hefur greinst á smitsjúkdómadeild á Landspítalanum í Fossvogi. Smitið nær til sjúklinga, starfsmanna og umhverfis deildarinnar. Tveir sjúklingar hafa þegar greinst með veiruna og þrír starfsmenn Landspítalans.

"Áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt“

"Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu.

Ekki verður samið við hryðjuverkamenn

Petro Porosénkó, sem að öllum líkindum er nýkjörinn forseti Úkraínu, segir að ekki komst á friður í landinu án aðkomu Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands segist tilbúinn til viðræðna við nýkjörinn forseta en að hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum verði að ljúka.

Samfylking og Björt framtíð ná meirihluta

Samfylkingin og Björt framtíð mælast með rúmlega 53% fylgi í borginni samkvæmt nýrri könnun MMR. Það er nánast sama fylgi og Samfylkingin og Besti flokkurinn náðu í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni samkvæmt könnuninni.

Verkfalli flugfreyja frestað

Við erum ágætlega sátt, sagði formaður Flugfreyjufélags Íslands um nýundirritaðan samning sem markar lok á kjaradeilu félagsins við Icelandair. Upplýsingafulltrúi fyrritækisins segir sáttina í takt við viðlíka samninga sem gengið hafi verið frá í samfélaginu undanfarið og segist vona einlæglega að flugfreyjur samþykki samninginn.

Sirkus Íslands um land allt í sumar

Hálfgerð sirkuslest verður á ferð um landið í sumar þegar liðsmenn Sirkus Íslands ferja glænýtt sirkustjald milli staða og halda sýningar.

Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð

Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.

Skattsvik í ferðaþjónustu veruleg

Þrátt fyrir töluverða aukningu á komum ferðamanna til landsins hefur það ekki skilað sér nægjanlega til þjóðarbúsins, þar sem tekjur af hverjum ferðamanni hafa verið að dragast saman ár frá ári, eða um 1000-1500 evrur á hvern ferðamann frá árinu 2004.

Ísak nýr formaður stúdentaráðs

Ísak Einar Rúnarsson hefur verið kjörinn nýr formaður stúdentaráðs. Hann tekur við af Maríu Rut Kristinsdóttur sem hefur gegnt embættinu s.l. ár en frá þessu er greint á vef stúdentaráðs.

Verkfalli flugfreyja frestað

Samkvæmt heimildum Vísis er verið að ganga frá smátriðum í samningnum en vinnustöðvun átti að hefjast í fyrramálið.

Sjá næstu 50 fréttir