Fleiri fréttir

Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum.

Ekki betra að taka mikið lýsi

Rannsókn á áhrifum Ómega þrjú fitusýrum á gáttatif, sýnir fram á að of mikil inntaka af lýsi sé ekki betri en of lítil.

Viðvörun vegna svifryksmengunar - Fólk ætti að halda sig inni

"Viðvaranir eru sendar út ef mælistöðvarnar mæla svifryk yfir heilsuverndarmörkum. Það þýðir fyrst og fremst að þeir sem eru viðkvæmir fyrir, til dæmis með astma eða öndunarfærasjúkdóma ættu að halda sig inni,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.

Töluverð hækkun á heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ.

„Þetta er óhuggulegt“

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, ætlar að kanna hvort hægt sé að koma upp öryggismyndavélakerfi á skólalóðinni. Síðustu vikur hefur þrívegis verið reynt að tæla börn upp í bíl í grennd við skólann.

Þriðji aðili með upplýsingar um gjaldþrot

Marinó G. Njálsson sagði sögu manns í Bítinu á Bylgjunni í morgun, sem hafði verið vísað frá banka vegna þess að hann væri á afskriftarlista eftir gjaldþrot.

Glitrandi draumar á Vetrarhátíð

Glitrandi draumar er ljósalistaverk eftir leikskólabörnin á Drafnarsteini. Tréð á Bláa róló var í aðalhlutverki í dag en listamennirnir skreyttu það með glitrandi hugmyndum sínum og draumum.

Kona reyndi að tæla barn upp í bíl

Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem fullorðinn einstaklingur gerir tilraun til þess að tæla unga nemendur við Laugarnesskóla upp í bíl til sín.

Segir að brotið hafi verið á friðhelgi öryrkja um árabil

Skipuleggjandi mótmæla á Austurvelli segir að enginn annar þjóðfélagshópur hafi mátt sætta sig við eins mikil brot á friðhelgi einkalífsins og öryrkjar. Formaður ÖBÍ segir ekkert tillit hafa verið tekið til umsagnar bandarlagsins í meðförum þingsins.

Norrænir ráðherrar funda um öryggissamvinnu

Á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar, tekur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á móti norrænum utanríkis- og varnarmálaráðherrum í Keflavík þar sem þeir munu eiga sameiginlegan fund.

Meiðyrðamál gegn DV fyrir dómi

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Söru Lindar Guðbergsdóttur starfsmanns VR og ástkonu fyrrverandi formanns VR gegn Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og blaðamanni blaðsins, stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Meirihluti vill gjöld í háskóla

51 prósent svarenda í könnun Viðskiptaráðs er hlynnt upptöku skólagjalda í háskólum. Formaður Stúdentaráðs segir skólagjöld ósýnilega hindrun og að ekki megi vega að jöfnu aðgengi allra að háskólanámi.

Slógust á Hótel Örk

Lögregla var kvödd til eftir að tveir karlmenn fóru að slást á Hótel Örk í Hveragerði í nótt. Hvorugan þurfti að flytja á slysadeild eftir átökin, en annar var fluttur til Reykjavíkur til öryggis.

Elliheimili gert að létta leynd af skýrslu

Fyrrverandi bæjarritari á Akranesi sem sótti um starf framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Höfða hefur ekki fengið endurskoðunarskýrslu um stofnunina þótt úrskurðarnefnd upplýsingamála segi hann eiga að fá aðgang að henni.

Enn nokkur snjóflóðahætta

Nokkur snjóflóð féllu um helgina á Vestfjörðum og norðanverðum Tröllaskaga í norðaustan hraglanda.

Barn fæddist í bíl á Selfossi

Barn fæddist í bíl fyrir utan heimili foreldra sinna á Selfossi um klukkan tvö í nótt, og gekk fæðingin vel. Þegar konan fékk hríðir ákváðu hjónin að fara upp á spítala, en konan var ekki fyrr komin inn í heimilisbílinn en að fæðingin hófst.

Þrír létust í árekstri í Noregi - Íslendingur grunaður um gáleysislegan akstur

Þrír létust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls í Sokna í Noregi seint í gærkvöldi. Ellefu er slasaðir en ökumaður flutningabílsins er í norskum miðlum sagður vera íslendingur, fæddur árið 1954. Hann er grunaður um gáleysilegan akstur og hefur verið yfirheyrður af lögreglu, að því er greint er frá á vefsíðu norska ríkisútvarpsins.

Netöryggi í hávegum haft

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn hátíðlegur í ellefta sinn í dag. Þemað í ár er "Gerum netið betra saman“. Yfir eitt hundrað þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá.

Sjávarréttavagn í sumar við Ægisgarð

Faxaflóahafnir hafi samþykkt að fyrirtækið Arctic Seafood fái leyfi til að setja upp "sjávarréttavagn“ við Suðurbugt. Vagninn fær að vera við Ægisgarð til reynslu fram á næsta haust.

Klettaskóli kaupi sjálfur spjaldtölvur

Fræðsluráð Hafnarfjarðar neitar að styðja kaup Klettaskóla á spjaldtölvum fyrir fjórtán hafnfirska nemendur sem glíma við þroskahömlun eða aðra fötlun.

"Við erum bara orðlaus yfir þessu“

Nýir samningar sjúkraþjálfara hafa enn ekki verið samþykktir af heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að hafa fengið frest í tvígang.

„Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér"

Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði.

Regluverkið verði tilbúið fyrir náttúruhamfarir

Það er ekkert í laga- og reglugerðum landsins sem gerir ráð fyrir að við getum þegið utanaðkomandi aðstoð ef náttúruhamfarir eða aðrir alvarlegir atburðir eiga sér stað hér á landi, segir sviðstjóri hjá Rauða krossi Íslands. Ný skýrsla þessa efnis verður á kynnt á næstunni en vonir standa til að regluverkið verði tilbúið þegar og ef á þarf að halda.

Tækið er til en hefur aldrei verið notað

"Fimm til sex árum eru síðan tæki til að mæla HPV-veirur kom á Landspítalann og þá hefði verið hægt að taka upp HPV mælingar hér á landi,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands, en tækið gæti gert leit að leghálskrabbameini hnitmiðaðri en hingað til.

Sparnaður getur skipt tugum þúsunda

Sífellt færist í aukana að fólk panti sér vara- og aukahluti í bíla í gegnum vefsíðuna Ebay. Sparnaður getur skipt tugum þúsunda.

Skipar formenn fagráða í siglinga- og fjarskiptamálum

Innanríkisráðherra hefur skipað Jarþrúði Ásmundsdóttur formann fagráðs um fjarskiptamál til næstu tveggja ára og Sigrúnu Lilju Guðbjartsdóttur formann fagráðs um siglingamál. Þetta kemur fram á vefsíðu Innanráðuneytisins.

Sjá næstu 50 fréttir