Faxaflóahafnir hafi samþykkt að fyrirtækið Arctic Seafood fái leyfi til að setja upp „sjávarréttavagn“ við Suðurbugt. Vagninn fær að vera við Ægisgarð til reynslu fram á næsta haust.
Forsvarsmaður Arctic Seafood segir fyrirtækið leiðandi í veiðum á vannýttum tegundum í Faxaflóa og nefnir makríl, grjótkrabba og bláskel.
„Við erum fyrsta fyrirtækið til að veiða bláskel til manneldis, en í vetur fundum við nýtanleg svæði í Hvalfirði sem við unnum í neytendaumbúðir forsoðið og fryst,“ segir í bréfi til Faxaflóahafna.
Sjávarréttavagn í sumar við Ægisgarð
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
