Töluverð hækkun á heilbrigðisþjónustu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2014 13:53 Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hækkaði um tæp 5% í janúar að því er fram kom í vísitölumælingu Hagstofunnar í liðinni viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þessi mikla hækkun er m.a. til komin vegna hækkana á gjaldskrám sjúkratrygginga fyrir þjónustu lækna og sjúkraþjálfara auk minni niðurgreiðslna vegna ýmissa hjálpartækja fyrir fatlaða, sjúka og aldraða sem tóku gildi um áramót. Mest hækka komugjöld á heilsugæslustöðvar um 20%. Almennt komugjald til heilsugæslulæknis hækkaði um áramót úr kr. 1.000 í kr. 1.200 en gjald utan dagvinnutíma úr kr. 2.600 í kr. 3.100. Fyrir örykja og 70 ára og eldri hækkaði almennt komugjald úr kr. 500 í kr. 600 og gjald utan dagvinnutíma úr kr. 1.300 í kr. 1.500. Komur barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvar eru áfram gjaldfrjálsar. Komugjöld til sérfræðinga hækkuðu skv. vísitölu neysluverðs um 19% í upphafi árs. Sem dæmi má nefna að almennt komugjald sjúklings til sérfræðilækna er nú kr. 5.000 auk 40% af umframkostnaði en var fyrir áramót kr. 4.500 auk 40% af umframkostnaði. Öryrkjar og 70 ára og eldri greiða nú 1.800 kr. auk 13,33% af umframkostnaði við komur til sérfræðinga en geiddu áður kr. 1.600 auk 13,33% af umframkostnaði. Gjöld fyrir keiluskurði og kransæða- og hjartaþræðingu hækka einnig. Almennt gjald fyrir þessar aðgerði hækkaði um tæp 5% úr kr. 8.700 í kr. 9.100. Örykjar og 70 ára og eldri greiða hins vegar tæplega 7% meira nú en fyrir ármót, kr. 3.200 í stað kr. 3.000. Ný reglurgerð um styrki sjúkratrygginga vegna ýmssa hjálpartækja til að auðvelda athafnir daglegs lífs hjá fötluðum, sjúkum og öldruðum tók gildi um áramót. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjálpartækja og má þar sem dæmi nefna að dregið hefur verið úr niðurgreiðslum sjúkratryggðra vegna kaupa á bleium fyrir fatlaða og sjúka, hjálpartækja vegna öndunarmeðferðar og vegna ýmissa gervihluta t.d. vegna brjóstamissis. Þá hefur niðurgreiðslu verið hætt vegna ýmssa hjálpartækja við persónulega umhriðu ss. tannhirðu, hand- og fótsnyrtingu sem og niðurgreiðslu hjálpartækja við heimilishald ss. matargerð, uppþvott og borðhald.Dæmi um að hjálpartæki sjúklinga hafi hækkað um 77% Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þeim breytigum sem reglugerðin hefur í för með sér að ræða. Sem dæmi um áhrif einstakra breytinga má nefna að kostnaður sjúklings af hjálpartæki vegna kæfisvefns fór úr kr. 18.000 á árinu 2013 í kr. 31.800 í ár, sem er 77% hækkun. Þá hefur Þroskahjálp bent á að kostnaður fyrir veikan eða fatlaðan einstakling sem þarf að nota bleiur að staðaldri nemi nú 4.000-5.000 krónur á mánuði en var áður að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Með þessu hverfi því megnið af þeirri kjarabót sem flestir lífeyrisþegar fengu um ármót. Bein greiðsluþátttaka sjúklinga hefur á undanförum árum farið vaxandi hér á landi. Alþýðusambandið hefur áður lýst áhyggjum af því að vaxandi greiðsluþátttaka leggist þungt á sjúklinga og tekjulægri hópa og sé til þess fallin að hindra aðgengi að þjónustunni og auka misskiptingu. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunnar sýnir að að allt að þriðjungur Íslendinga frestaði því í fyrra að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu en öryrkjar og lágtekjufólk eru enn líklegri til að hafa frestað því að sækja sér heilbriðgðsþjónustu. Verulegt áhyggjuefni er hversu margir nefna kostnað sem aðal ástæðu þess að þeir fresti því að leita sér lækninga og ætti sú staðreynd að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira