Fleiri fréttir

Fólk hefur orðið veikt á geði eftir sveppaát

Nú er runninn upp sá árstími þegar þeir sem sækjast eftir vímu af sveppaáti fara á stjá. Vegna eiturefna í tilteknum sveppum getur neysla þeirra reynst stórhættuleg að sögn Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðings.

Telja víst að fé sé dautt

Bændur á Jökuldal óttast að mörg hundruð fjár sé nú dautt eftir að óveðrið sem þar hefur gengið yfir. Vilhjálmur Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum, segir að um mörg hundruð fjár sé að ræða.

Búist við hitafundi í Valhöll

Búist er við hitafundi þegar stjórn Varðar, sjálfstæðisfélaga í Reykavík, kemur saman í Valhöll nú í hádeginu til að móta tillögu um hvernig valið verður á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Stálu fötum fyrir 1,6 milljón króna

Tveir ungir menn voru handteknir í vikunni fyrir að stela fatnaði fyrir um 1,6 milljónir króna í ferðamannaversluninni við Geysi í Haukadal. Mennirnir fóru nokkrar ferðir inn í verslunina.

Sífellt fleiri ofbeldismenn leita aðstoðar

Tæplega 200 karlmenn hafa sótt sálfræðiaðstoð vegna heimilisofbeldis frá 2006. Mikil aukning hefur verið síðastliðin þrjú ár, mest hjá mönnum undir þrítugu.

„Við héldum að við myndum deyja“

Frönsku ferðamennirnir sem var bjargað við illan leik nærri Skaftafelli um helgina óttuðust um líf sitt. Þeir skárust þegar steinar mölbrutu hliðarrúður bílaleigubíls sem þeir voru í. Þeir þurfa að leita sér læknisaðstoðar vegna augnmeiðsla.

Fullir tússpennar af sterum

Tugir tússpenna, sem fylltir höfðu verið með steradufti, reyndust vera í póstsendingu sem tollverðir tóku til skoðunar við tolleftirlit í póstmiðstöðinni á Stórhöfða nýverið.

Viti sínu fjær vegna sveppaáts

Maður nokkur í Kópavogi gekk af göflunum; veinaði og og öskraði en lögreglan telur að ástand mannsins megi rekja til sveppaáts.

Hraunavinir ætla að hindra vinnuvélar

Reynir Ingibjartsson og félagar í Hraunavinum eru að stilla sér upp við Gálgahraun. Þeir ætla sér að hindra vinnuvélar í að komast að hrauninu.

Milljónir fjúka út í veður og vind

Tugir milljóna tapast við að skemmtiferðaskip þurfa að breyta áætlun vegna veðurs. Skip með þrjú þúsund farþega þurfti frá að hverfa um helgina. Í sumar hafa skip hætt við að koma við á landsbyggðinni. Kaupgeta farþega almennt mikil.

Vilja konur í laus lögreglustörf

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir mikilvægt að laða konur í störf lögreglunnar á landsbyggðinni eins og annars staðar.

Vann alþjóðlega forritunarkeppni

Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegri forritunarkeppni og hlýtur að launum 365 þúsund krónur frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft.

Sáttmáli um umferðina

Umferðarsáttmáli sem ætlað er að auka sameiginlegan skilning á því hvernig við viljum haga okkur í umferðinni verður afhentur forseta Íslands á morgun.

Vilja að allir sjálfstæðismenn fái að kjósa

Mikil ólga er innan Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Hópur innan stjórnar ráðsins er ósáttur við þá hugmynd að leiðtogaprófkjör verði haldið fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar.

Bar að auglýsa úthlutun við Fjallsárlón

Forsætisráðuneytið segir ekki góða stjórnsýsluhætti að úthluta einu fyrirtæki aðstöðu við Fjallsárlón án auglýsingar. Staðfest er synjun til annars félags sem vildi leyfi fyrir aðstöðu sinni við Jökulsárlón.

"Held áfram að berjast fyrir þeim“

Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins.

Yfirgnæfandi meirihluti ofbeldismanna Íslendingar

Meira en helmingur þeirra kvenna sem dvaldi í kvennaathvarfinu á síðasta ári var erlendur ríkisborgari. Ofbeldismennirnir eru í yfirgnæfandi meirihluta íslenskir. Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmenningarseturs um erlenda ríkisborgara og innflytjendur á Íslandi.

Umfangsmikil gagnasöfnun Hagstofu orðin að lögum

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hagstofu Íslands var samþykkt sem lög frá Alþingi nú skömmu fyrir fréttir með 33 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 13 atkvæðum stjórnarandstöðunnar en fimm stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá.

Vegagerðin skiptir yfir í ensku

Vegagerðin hefur ákveðið að gera breytingar á ljósaskiltum Vegagerðarinnar. Breytingin er með þeim hætti að í stað þess að það standi „ÓFÆRT“ þegar slíkar aðstæður koma upp mun standa enski textinn „CLOSED“.

Vonskuveður á Súlum í gær

Það voru gríðarlegar erfiðar aðstæður sem björgunarsveitarmenn þurftu að glíma við er þeir leituðu erlendrar ferðkonu sem lenti í vanda í Súlum í gær.

Fyrri leiðréttingar dragast frá leiðréttingum lána

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur að þeir sem þegar hafa fengið skuldalækkun í gegnum 110 prósent leiðina eða fyrir dómstólum eigi ekki að fá aftur lækkun þegar kemur að skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Kex Hostel efst á blaði hjá CNN

Kex Hostel kemur vel út úr samantekt CNN en þar segir að meginstef staðarins sé að búa til stað þar sem bæði ferðamenn og heimamenn geti komið saman.

Í kappakstri á Hringbraut

Sautján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Hringbraut, móts við Vatnsmýrarveg, aðfaranótt laugardags.

Gröfumaður ógnar Hraunavinum

Gröfustarfsmaður ÍAV sýndi mótmælendum úr hópi Hraunavina í Gálgahrauni ógnandi tilburði að þeirra sögn í morgun og otaði að þeim vélskóflu.

Ben Stiller hjálpar Of Monsters and Men

Dirty Paws lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hefur náð gríðarlegum vinsældum eftir að það hljómaði undir stiklu myndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller tók upp hér landi síðasta sumar.

Dreifa vandræðalegum myndum af kennurum

Kennarar í skólum landsins eru berskjaldaðri í dag en áður. Til eru dæmi um að nemendur stundi það að taka kennara sína upp undir viðkvæmum kringumstæðum.

Tekist á um friðhelgi einkalífsins

Stjórnarandstaðan leggur til að Hagstofufrumvarpi forsætisráðherra verði vísað frá vegna þess að það gangi of nærri friðhelgi einkalífsins.

Tjónið gæti hlaupið á tugum milljóna

Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir tjón vegna óveðurs á Öræfum hugsanlega hlaupa á tugum milljóna. Ferðamennirnir sjálfir bera ábyrgð á tjóninu. Franskt par lenti í lífshættu á svæðinu en bíll þeirra eyðilagðist mikið.

Ekkert samráð haft við fagstéttir á Landspítala

Ekki hefur verið rætt við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um fyrirhugaðar breytingar á lyflæknasviði LSH. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar segjast ekki tilbúnir að taka á sig aukna vinnu nema laun verði leiðrétt.

Aron og Emilía vinsælust í fyrra

Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2012 en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Bæði nöfnin voru einnig vinsælust á árinu 2011. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Rafmagnslaust í Laxárdal

Enn er rafmagnslaust í Laxárdal eftir að raflínustaurar brotnuðu í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið.

Innbrotum fækkað um 40% á Suðurnesjum

Það sem af er ári hafa 42 innbrot verið skráð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins. Á sama tímabili á síðasta ári höfðu 71 innbrot verið skráð.

Refum fjölgar í borgarlandinu

"Refirnir eru ekki að færa sig nær byggð heldur er farið að byggja meira á þeirra svæði. Það hafa alltaf verið refir í Heiðmörk og á Urriðaholtinu.

Sjálfstæðismenn ósáttir við leiðtogakjör

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna.

Svipað mál lagt fram í fyrra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sakaði þingmenn stjórnarandstöðunnar um tvískinnung og undraðist afstöðu þeirra til hagstofufrumvarpsins. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær.

Sjá næstu 50 fréttir