Innlent

Fyrri leiðréttingar dragast frá leiðréttingum lána

Höskuldur Kári Schram skrifar
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur að þeir sem þegar hafa fengið skuldalækkun í gegnum 110 prósent leiðina eða fyrir dómstólum eigi ekki að fá aftur lækkun þegar kemur að skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fyrri leiðréttingar eigi þannig að dragast frá fyrirhugaðri leiðréttingu.

Þetta kom fram í svari Frosta við fyrirspurn Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Frosti áréttaði í svari sínu að þetta væri hans persónulega skoðun og að hann hafi áður lýst þessu yfir í aðdraganda kosninga.

Frosti sagðist líta svo á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum væru til þess gerðar að jafna leikinn.

„Hafi menn þegar fengið leiðréttingu þá eiga þeir ekki að fá hana aftur, þetta er mín afstaða,“ sagði Frosti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.