Milljónir fjúka út í veður og vind Svavar Hávarðsson skrifar 18. september 2013 07:15 Skipin sem komu til landsins í sumar voru á níunda tuginn. Fréttablaðið/gva Válynd veður hafa í sumar sett strik í reikning fjölmarga sem þjónusta skemmtiferðaskip á áfangastöðum þeirra hér á landi. Emerald Princess, eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem átti að koma hingað til lands í sumar, þurfti frá að hverfa. Um borð í Emerald Princess eru um þrjú þúsund farþegar, auk áhafnar, en skipið er 114 þúsund tonn að stærð. Ólafía Sveinsdóttir, deildarstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, segir að skipið hafi átt að festa landfestar á hádegi í gær og sigla frá landinu á miðnætti. Hins vegar hafi veðrið verið það vont að Emerald Princess var siglt djúpt suður af landinu á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Atlantik hafði með höndum alla umsýslu vegna komu skipsins og segir Ólafía það ljóst að í hvert skipti sem skip þarf að afboða komu sína finni margir fyrir því. Mismikið þó. „Þetta eru miklir peningar sem um er að ræða. Hins vegar fengum við upplýsingar um afboðun þessa skips fyrir helgi, og gátum því afboðað leiðsögumenn, varað veitingastaðina við og afboðað rútur og smærri bíla. Þannig var hægt að lágmarka tjón þessara aðila, en hér er um að ræða töluverðan tekjumissi,“ segir Ólafía sem segir að vel hafi verið bókað í ferðir af farþegum Emerald Princess. Misjafnt er hversu vel er bókað í ferðir af hverju skipi, og ræðst það af þjóðerni farþega. Þjóðverjar eru t.d. duglegri að nýta sér ferðir en bandarískir ferðamenn. Þó höfðu á milli 50-60% þegar bókað ferðir af farþegum Emerald Princess, en ekki er óalgengt að þetta hlutfall sé um 80%. Þá eru ótaldir þeir sem verja tíma sínum í þéttbýlinu. Almennt séð er kaupgeta farþega skemmtiferðaskipa mikil. Spurð um hversu algengt það sé að skip þurfi frá að hverfa segir Ólafía að brösuglega hafi gengið í sumar vegna veðurs. „Skipin hafa siglt fram hjá Vestmannaeyjum í einhverjum tilfellum, þá helst skip sem komast ekki að bryggju. Grundarfjörður hefur líka orðið fyrir barðinu á veðrinu. Það er hins vegar fátíðara að koma skipanna til Íslands sé felld niður alfarið, en þau halda þá kyrru fyrir hérna í Reykjavík. En september hefur verið slæmur bæði núna og í fyrra,“ segir Ólafía.Fréttablaðið/ValliEkki er óvarlegt að áætla að hver ferðamaður af skemmtiferðaskipi verji um tíu til tólf þúsund krónum daginn sem hann dvelur hér á landi. Farþegar skipanna nýta sér fjölbreytta þjónustu; fara í lengri ferðir og kaupa mat og kaffiveitingar. Eins fara menn í styttri ferðir, á söfn, í útsýnisflug, hvalaskoðun eða jafnvel á jökul. Hér er önnur umsýsla en þjónusta við farþega ótalin. Hafnargjöld eru eitt, en einnig kaup á vistum, varahlutum, olíu og annarri þjónustu. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Válynd veður hafa í sumar sett strik í reikning fjölmarga sem þjónusta skemmtiferðaskip á áfangastöðum þeirra hér á landi. Emerald Princess, eitt stærsta skemmtiferðaskipið sem átti að koma hingað til lands í sumar, þurfti frá að hverfa. Um borð í Emerald Princess eru um þrjú þúsund farþegar, auk áhafnar, en skipið er 114 þúsund tonn að stærð. Ólafía Sveinsdóttir, deildarstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, segir að skipið hafi átt að festa landfestar á hádegi í gær og sigla frá landinu á miðnætti. Hins vegar hafi veðrið verið það vont að Emerald Princess var siglt djúpt suður af landinu á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Atlantik hafði með höndum alla umsýslu vegna komu skipsins og segir Ólafía það ljóst að í hvert skipti sem skip þarf að afboða komu sína finni margir fyrir því. Mismikið þó. „Þetta eru miklir peningar sem um er að ræða. Hins vegar fengum við upplýsingar um afboðun þessa skips fyrir helgi, og gátum því afboðað leiðsögumenn, varað veitingastaðina við og afboðað rútur og smærri bíla. Þannig var hægt að lágmarka tjón þessara aðila, en hér er um að ræða töluverðan tekjumissi,“ segir Ólafía sem segir að vel hafi verið bókað í ferðir af farþegum Emerald Princess. Misjafnt er hversu vel er bókað í ferðir af hverju skipi, og ræðst það af þjóðerni farþega. Þjóðverjar eru t.d. duglegri að nýta sér ferðir en bandarískir ferðamenn. Þó höfðu á milli 50-60% þegar bókað ferðir af farþegum Emerald Princess, en ekki er óalgengt að þetta hlutfall sé um 80%. Þá eru ótaldir þeir sem verja tíma sínum í þéttbýlinu. Almennt séð er kaupgeta farþega skemmtiferðaskipa mikil. Spurð um hversu algengt það sé að skip þurfi frá að hverfa segir Ólafía að brösuglega hafi gengið í sumar vegna veðurs. „Skipin hafa siglt fram hjá Vestmannaeyjum í einhverjum tilfellum, þá helst skip sem komast ekki að bryggju. Grundarfjörður hefur líka orðið fyrir barðinu á veðrinu. Það er hins vegar fátíðara að koma skipanna til Íslands sé felld niður alfarið, en þau halda þá kyrru fyrir hérna í Reykjavík. En september hefur verið slæmur bæði núna og í fyrra,“ segir Ólafía.Fréttablaðið/ValliEkki er óvarlegt að áætla að hver ferðamaður af skemmtiferðaskipi verji um tíu til tólf þúsund krónum daginn sem hann dvelur hér á landi. Farþegar skipanna nýta sér fjölbreytta þjónustu; fara í lengri ferðir og kaupa mat og kaffiveitingar. Eins fara menn í styttri ferðir, á söfn, í útsýnisflug, hvalaskoðun eða jafnvel á jökul. Hér er önnur umsýsla en þjónusta við farþega ótalin. Hafnargjöld eru eitt, en einnig kaup á vistum, varahlutum, olíu og annarri þjónustu.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent