Innlent

Rafmagnslaust í Laxárdal

Gunnar Valþórsson skrifar
Um tuttugu staurar brotnuðu í áhlaupinu í Suður-Þingeyjarsýslu og þegar verst lét var rafmagnslaust á um þrjátíu bæjum á Norðurlandi.
Um tuttugu staurar brotnuðu í áhlaupinu í Suður-Þingeyjarsýslu og þegar verst lét var rafmagnslaust á um þrjátíu bæjum á Norðurlandi.
Enn er rafmagnslaust í Laxárdal eftir að raflínustaurar brotnuðu í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið.

Að sögn Péturs Vopna Sigurðssonar, deildarstjóra rekstrarsviðs Rarik á Norðurlandi er búist við því að straumur verði kominn á innan tveggja tíma en búið er á tveimur bæjum í dalnum. Starfsmenn RARIK voru við störf fram undir miðnætti en þurftu þá frá að hverfa vegna veðurs og mikillar bleytu.

Pétur Vopni segir að veðrið hafi skánað þótt enn sé það slæmt. Um tuttugu staurar brotnuðu í áhlaupinu í Suður-Þingeyjarsýslu og þegar verst lét var rafmagnslaust á um þrjátíu bæjum á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×