Sífellt fleiri ofbeldismenn leita aðstoðar Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 10:00 55 karlmenn fóru í viðtöl á síðasta ári vegna heimilisofbeldis sem þeir beittu maka sína eða börn. Mynd/Teitur Jónasson „Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent