Sífellt fleiri ofbeldismenn leita aðstoðar Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 10:00 55 karlmenn fóru í viðtöl á síðasta ári vegna heimilisofbeldis sem þeir beittu maka sína eða börn. Mynd/Teitur Jónasson „Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
„Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira