Sjálfstæðismenn ósáttir við leiðtogakjör Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. september 2013 07:00 Áslaug Friðriksdóttir segir mikla óánægju vera meðal Sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við vegna hugsanlegs leiðtogakjörs. mynd/365 Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur boðað til félagsfundar á fimmtudaginn næstkomandi. Á fundinum á að leggja fram tillögu stjórnar Varðar um fyrirkomulag vegna vals fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allt bendi til þess að á fundinum verði borin upp sú tillaga að fyrir næstu borgarstjórnarkosningar fari fram leiðtogaprófkjör. Hún segir að það hafi jafnframt heyrst að tillagan verði sú að það eigi að leyfa mjög litlum hluta sjálfstæðismanna að taka þátt í kjörinu. Aðeins þeim sem eru í fulltrúaráðinu muni gefast þess kostur, í ráðinu séu eitthvað um þúsund manns. Það séu mikið færri en hingað til hafi tekið þátt i prófkjöri flokksins. „Þúsundir manna eru á kjörskrá í Reykjavík og allt upp í tíu þúsund manns hafa verið að taka þátt í prófakjöri undanfarin ár. Það er skrítið ef tillagan verður sú að það eigi aðeins að leyfa mjög litlum hluta að kjósa,“ segir Áslaug.Undarlega að málum staðið Áslaug segir mjög undarlega að málum staðið. Það hafi alls ekki verið skýrt hvernig eigi að standa að þessu máli og það hafi ekkert komið fram um það hvernig ætti að kjósa í önnur sæti en leiðtogasætið. En það mun vera ljóst að fullt af fólki mun bjóða sig fram í leiðtogasætið en líka í önnur sæti. Mjög sé óljóst hvernig eigi að raða í sætin. „Þetta er ekki að fara fram fyrir opnum tjöldum hvernig á að standa að þessu máli og ég sé ekki tilganginn í því að leggja þetta fram á fundi, áður en fólk fær nokkurt ráð til þess að kynna sér málið,“ segir Áslaug. „Það er mjög óvenjulegt að svona stór flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, ætli að fara að gera æfingar með þessum hætti og gefa mönnum ekki meiri tíma til þess að ræða aðferðirnar,“ segir hún. Áslaug segir mjög mikla óánægju vera meðal sjálfstæðismanna sem hún hefur rætt við. Ekki bara í borginni heldur almennt meðal flokksmanna. Hún bendir á að Vörður hafi gert könnun meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir um tveimur árum síðan. Þar hafi komið skýrt fram að flokksmenn teldu prófkjör vera bestu leiðina.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira